Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vörukarfan hefur hækkað um 5% í Bónus frá því í nóvember

Miklar hækkanir hafa orðið frá því í haust á grænmeti, ávöxtum, mjólkurvörum, ostum og kjötvörum í vörukörfu ASÍ, að því er fram kemur í nýrri mælingu verðlagseftirlitsins sem gerð var í febrúar (vika 7). Við samanburð á mælingu verðlagseftirlitsins frá því í nóvember 2010 (vika 44) og nú í febrúar, hækkar vörukarfan í öllum verslunum nema 11/11 og Samkaupum-Úrvali, en mesta hækkunin er í Hagkaupum um 9,1% og Bónus um 5,1%. Kostur neitaði að taka þátt í mælingunni.

Könnunina í heild sinni má sjá hér.

Tekið af heimasíðu ASÍ