Við vinnum fyrir þig

Translate to

Viðmið um hámarkstekjur og eignir hjá Bjargi hækka

Bjarg íbúðafélag stefnir á að byggja 26 íbúðir á Selfoss  (í Björk)
Hér er listi yfir það sem er á dagskrá hjá þeim.

https://www.bjargibudafelag.is/ibudir/uppbygging/

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, „Almene boliger“.

Leiðarljós félagsins er að veita leigutökum öruggt húsnæði til langs tíma.

 

Alþingi hefur samþykkt reglugerðarbreytingu þar sem hámarksviðmið um tekjur og eignir vegna almennra íbúða eru hækkuð. Breytingin tók gildi þann 1. janúar 2020.

Hámarksviðmið eru nú eftirfarandi:

6.420.000 kr. ári, fyrir skatta (eða 535.000 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling.
8.988.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 749.000 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk.
1.605.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 133.750 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.
Þá má heildareign heimilis ekki vera hærri en 6.930.000 kr.

Bjarg íbúðafélag fagnar þessum breytingum sem veita fleiri einstaklingum og fjölskyldum kost á hagkvæmu og öruggu leiguhúsnæði. Opið er fyrir nýjar skráningar samkvæmt nýju tekjuviðmiði á vef Bjargs.

Þá munu virkir umsækjendur sem áður höfðu fengið höfnun vegna of hárra tekna eða eigna, en falla nú undir ný viðmið munu fá boð um íbúð eftir því sem þær standa til boða.

Á næstu dögum og vikum mun Bjarg opna fyrir umsóknir á fjórum nýjum stöðum, þ.e. í Hraunbæ, Kirkjusandi, Guðmannshaga (Akureyri) og í Silfratjörn í Úlfarsárdal. Nú þegar er opið fyrir umsóknir vegna leiguíbúða í Þorlákshöfn.

Nánari upplýsingar um nýjar íbúðir og skilyrði fyrir úthlutun má finna á heimasíðu Bjargs.