Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vel heppnaður aðalfundur

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn á mánudagskvöldið. Fundurinn var hefðbundinn  og voru ársreikningar voru lagðir fram og samþykktir. Listi uppstillinganefndar  til stjórnar var einnig lagður fram og samþykktur. Stjórnin var því sjálfkjörin.  Engin stór mál sem biðu úrlausnar ef frá er talin breyting á sjúkrasjóð en bæði hefur ásókn í sjóðinn aukist töluvert síðustu ár. Því var lögð fram tillaga stjórnar sjúkrasjóðs um að fækka sjúkradagpeningadögum úr 180 niður í 120. Upphæðir úr sjóðnum verða óbreyttar en bætt verður við styrk til sálfræði og fjölskyldu- og félagsmeðferðar.  Staða sjóðsins er í þokkalegu jafnvægi eftir þessar aðgerðir og vonandi verður frekar hægt að bæta í á komandi árum.

Þegar hefðbundnum aðalfundarstörfum lauk flutti Herdís Pála Pálsdóttir erindi um að gagn og gaman af í vinnunni. Erindið vakti mikla lukku hjá fundargestum. Að öðru leyti fór fundurinn vel fram og ekki annað að greina en fundargestir væru þokkalega ánægðir með félagið sitt.

Aðalfundur Bárunnar4 Aðalfundur Bárunnar1 Aðalfundur Bárunnar2 Aðalfundur Bárunnar3