Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vegna endurskoðunnar kjarasamninga

Afstaða samninganefndar Bárunnar, stéttarfélags til uppsagnar á kjarasamningum.

Samninganefnd Bárunnar og Verslunarmannafélag Suðurlands funduðu sameiginlega um afstöðu beggja félaganna til uppsagnar á kjarasamningum. Góð mæting var á fundinn.

Gestur fundarins var Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Gylfi fór yfir forsendur kjarasamninga og hvernig þær hafa náð fram að ganga. Kjarasamningar voru þríðhliða samkomulag og ljóst þykir að aðilar vinnumarkaðarins hafa staðið við sinn hluta en vanefndir eru að hálfu stjórnvalda.

 

Líflegar umræður urðu um málið og skiptar skoðanir um hvernig unnið yrði úr þeirri stöðu sem upp væri komin. Sem sagt svikin loforð stjórnvalda. Fundarmenn lýstu áhyggjum sínum yfir því að ríkisstjórnir almennt séð óháð flokkum gætu gengið að því vísu að svíkja loforð án þess að það hefði í för með sér einhverjar afleiðingar.


Í lok fundar var atkvæðagreiðsla í báðum félögum og niðurstaða samninganefndar Bárunnar, stéttarfélags var að segja upp samningum.

Formannafundur Starfsgreinasambandsins verður haldinn þann 18.janúar næstkomandi og fer formaður félagins með þessa niðurstöðu á fundinn.

Báran, stéttarfélag er eitt af 13 aðildarfélögum sambandsins sem afhentu umboð til kjarasamningsgerðar til SGS í síðustu samningum og verður niðurstaða hvers félags kynnt og síðan greitt atkvæði um hvort samningum skuli sagt upp.