Við vinnum fyrir þig

Translate to

Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um starfskjör launafólks o.fl. nr. 55/1980 er atvinnurekendum skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags skv. þeim reglum sem kjarasamningar greina.

Festa Lífeyrissjóður annast greiðslur iðgjalda til Bárunnar, stéttarfélags. Gjalddagi Félagsgjalda ber að skila fyrir 10. dag hvers mánaðar ásamt nauðsynlegum gögnum

Á heimasíðu Festu, lífeyrissjóðs hefur verið settur upp launagreiðendavefur þar sem launagreiðendur geta sótt notendanafn og lykilorð og sett þar inn skilagreinar vegna iðgjalda Bárunnar stéttarfélags á rafrænu formi.

Fyrirspurnir varðandi greiðslur berist til Festu, lífeyrissjóðs í síma 420-2100 eða á festa@festa.is

 

Stéttarfélagsnúmer Bárunnar er 144

Almenn fyrirtæki:

Greitt af öllum launum.

Félagssjóður 1%
Sjúkrasjóður 1%
Orlofssjóður 0,25%
Endurmenntunarsjóður 0,30%

Sveitarfélög:

Greitt af öllum launum.

Félagsgjald 1%
Sjúkrasjóður 1,25%
Orlofssjóður 1%
Starfsmenntasjóður 0,82%
Félagsmannasjóður 1,5%

Ríki:

Greitt af öllum launum.

Félagssjóður 1%
Sjúkrasjóður 0,75%
Orlofssjóður 0,5%
Þróunar- og símenntunarsjóður 0,82%

Greiðist til Festu lífeyrissjóðs.

Greiðslur berist á reikn. 0152 – 26 – 9520
Kt. 571171 – 0239