Við vinnum fyrir þig

Translate to

Umsókn úr sjúkrasjóði 

Rafræn umsókn um sjúkrastyrkRafræn umsókn um sjúkradagpeninga

 

Reglugerð sjúkrasjóðs Bárunnar, stéttarfélags

Styrkir eftir a.m.k. 6. mánaðar aðild að sjóðnum.

 

Sjóðurinn styrkir sjóðsfélaga m.a vegna sjúkranudds, sjúkraþjálfunar, kírópraktors, krabbameinsskoðunar, skoðunar hjá hjartasérfræðingi, vegna kaupa á gleraugum, heyrnartækjum, laiser, tæknifrjóvgunar, ættleiðingar,  heilsueflingar, tannlækninga, dvalar á Heilsustofnun HNLFÍ, viðtalsmeðferðar og áfengismeðferðar.

  1. Vegna meðferðar hjá löggiltum sjúkraþjálfara, sjúkranuddara eða kírópraktor er heimilt að styrkja sjóðsfélaga í allt að 36 skipti á hverjum 12 mánuðum. Greitt er sem svarar 50% af hlut sjúklings þó að hámarki 2.000.- kr. á hvert skipti skv. greiðslukvittun miðað við fullt starf allt árið. Heimilt er að greiða allt að 5.000 kr fyrir fyrsta tíma en að hámarki 50% af hlut sjúklings.
    1. Gögn sem þurfa að fylgja umsókn: Lögleg kvittun þar sem fram kemur nafn, kennitala beggja aðila, skiptafjöldi og tímabil meðferðar.

 

  1. Styrkur vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags- eða fjölskylduráðgjafa. Miðað er við að meðferðaraðili falli ekki undir afsláttarkjör hjá Tryggingastofnun, svo sem eins og t.d. á við um geðlækna. Greitt er allt að kr. 7.000,- fyrir hvert skipti. Þó er aldrei greitt meira en sem nemur 50% af kostnaði í allt að 12 skipti á hverjum 12 mánuðum. Gögn sem þurfa að fylgja umsókn: Frumrit af dagsettri kvittun fyrir meðferðinni.

 

  1. Reglubundin krabbameinsskoðun félagsmanna endurgreiðist að fullu (óháð félagsgjaldi) samkvæmt gjaldskrá hverju sinni hjá Krabbameinsfélaginu. Sjóðsfélagi fær einnig styrk til krabbameinsskoðunar í ristli, maga og blöðurhálskirtli að hámarki 12.000 kr.
    1. Gögn sem þurfa að fylgja umsókn: Lögleg kvittun þar sem fram kemur nafn, kennitala beggja aðila..

 

  1. Almenn skoðun hjá hjartasérfræðingi (áhættumat) greiðist 50% af kostnaði að hámarki kr. 12.500 ár hvert.
    1. Umsókn þarf að fylgja lögleg kvittun.

 

  1. Dvöl á Heilsustofnun HNLFÍ: Greitt 50% af kostnaðir sjúklings að hámarki 75.000.- kr.
    1. Umsókn þarf að fylgja lögleg kvittun.

 

  1. Gleraugu, laiser eða heyrnartæki. Vegna kaupa á gleraugum, linsum, laiser aðgerðar eða til kaupa á heyrnartækjum er heimilt að veita styrk þeim sem hafa verið sjóðsfélagar í a.m.k. 6 mánuði samfellt, einu sinnu á hverjum 36 mánuðum. Greitt er 50% af kostnaði þó að hámarki 40.000,- kr. Til viðbótar ef félagsmaður hefur greitt félagsgjöld síðastliðinn þrjú ár samfleytt verði greitt allt að kr. 120.000 vegna laiseraðgerða miðað við fullt starf.  
    1. Gögn sem þurfa að fylgja umsókn: Lögleg kvittun þar sem fram kemur nafn, kennitala beggja aðila, upphæð sem greidd er og ljósrit af vottorði augnlæknis eða staðfestingu sjóntækjafræðings.
    2. Ef ekki er nýttur fullur styrkur má nýta hann innan þriggja ára.

 

  1. Áfengismeðferð: Sjóðsfélagi getur fengið greidda dagpeninga vegna einnar meðferðar samkvæmt reglugerð gr. 12.1..  Aðeins greitt út í eitt skipti fyrir hvern sjóðsfélaga í allt að 40 daga.
    1. Umsókn þarf að fylgja lögleg kvittun.

 

  1. Þegar alvarleg veikindi, slys eða dauðsfall ber að höndum á heimili sjóðsfélaga sem sjóðsstjórn metur til fjárhagslegs eða atvinnulegs tjóns fyrir sjóðsfélaga er henni heimilt að veita viðkomandi sérstakan styrk.
    1. Við mat á styrkþörf skal m.a taka tillit til atvinnutekna, bótatekna frá almannatryggingum, skaðabótakrafna, fjölskyldustærðar og annara heimilisaðstæðna.

 

  1. Styrkur til líkamsræktar/ heilsueflingar er 50% af kostnaði þó að hámarki 40.000 á hverju almanaksári. Skilgreining á heilsueflingu er viðurkenndar íþróttagreinar samkvæmt ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (https://isi.is/um-isi/vidurkenndar-ithrottagreinar/) og fellur undir að vera æfinga og/eða aðildargjöld.
    1. Umsókn þarf að fylgja lögleg kvittun.

 

  1. Vegna glasafrjóvgunarmeðferðar/tæknifrjóvgunar greiðist styrkur að hámarki 60.000,- kr í eitt skipti. Ef félagsmaður á rétt á greiðslu frá öðrum aðila fellur réttur hans niður.
    1. Umsókn þarf að fylgja vottorð frá lækni.

 

  1. Tæknisæðing. Greiðist 35.500,- kr í eitt skipti.
    1. Umsókn þarf að fylgja læknisvottorð.

 

  1. Ættleiðing: Heimilt er stjóðsstjórn að styrkja félagsmann vegna ættleiðingar til greiðslu vegna fargjalds að hámarki 50.000,- kr.
    1. Umsókn þarf að fylgja ljósrit af farseðli.

 

  1. Útfararstyrkur: Greiðist eftirlifandi maka, foreldrum eða börnum látins sjóðsfélaga samkvæmt grein 12.4. í reglugerð sjúkrasjóðs. Styrkur vegna félagsmanna sem ekki falla undir reglugerð sjóðsins og eru sjóðsfélagar við starfslok sín er heimilt að veita 50.000,- kr styrk vegna útfararkostnaðar sem renni til greiðslu hans. Skilyrði styrkveitingar er að hinn látni hafi verið sjóðsfélagi í a.m.k 5 ár fyrir starfslok. Útfararstyrkur fellur niður við 80 ára aldur. Gögn sem þurfa að fylgja umsókn. Dánarvottorð.

 

  1. Tannlæknakostnaður: Styrkur vegna tannlækninga er að hámarki kr. 15.000 á 12 mánaða tímabili.  Gögn sem þurfa að fylgja umsókn er löggiltur reikningur frá tannlækni.

                                                                      

  1. Fæðingarstyrkur kr. 60.000. Gögn sem þurfa að fylgja er fæðingarvottorð.  Réttur er reiknaður út frá fæðingardegi barns. Greiða þarf félagsgjöld í 2 ár samfleytt áður en barnið fæðist.                                                                                                                                    

 

Samanlagðir styrkir samkvæmt lið 1 – 15 er að hámarki 85.000,- kr. á hvern einstakling á 12 mánaðar tímabili fyrir fullgreiðandi einstakling.

Dagpeningar samkvæmt, gr. 12.1 , 12.2 og 12.3 skal vera að hámarki 500.000,- á mánuði (sjá reglugerð).

 

Til þess að eiga rétt á ofangreindum styrkjum þarf félagsmaður að hafa greitt til félagsins það gjald sem miðast við 100% starf eða hlutfallslega m.v hlutastarf í félagsgjöld næstliðna 6 mánuði nema annað sé tekið fram.

Réttindi til að sækja um styrki falla niður að 6 mánuðum liðnum eftir að hætt er að greiða til félagsins. Sama á við um félagsmenn sem hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. 

Styrkir úr sjúkrasjóði eru greiddir út 20. hvers mánaðar eða fyrsta virka dag þar á eftir. Umsóknir þurfa að hafa borist í síðasta lagi þann 15. hvers mánaðar.

 Ath. að greiðslukvittanir mega ekki vera eldri en 1 árs (m.v. að réttindi liggi fyrir þá).  Hægt er að senda greiðslukvittanir í tölvupósti á netfangið: baran@baran.is

Með umsókn þarf að fylgja gild kvittun frá meðferðaraðila eða verslun. 

Vinsamlega vandið útfyllingu umsóknar. Sjóðurinn tekur ekki ábyrgð á misskilningi eða mistökum sem kann að stafa af illa út fylltu formi eða ónógum upplýsingum.

 

Samþykkt á aðalfundi 16. maí 2012.

Samþykkt á aðalfundi 13. maí 2013.

Samþykkt á aðalfundi 5. maí 2014.

Samþykkt á aðalfundi 18. maí 2015.

Samþykkt á aðalfundi 30. maí 2016.

Samþykkt á aðalfundi 21.maí 2019

Samþykkt á aðalfundi 18. maí 2020

 

Sjúkradagpeningar

Með umsókn þarf að fylgja: Sjúkradagpeningavottorð frá lækni, staðfesting frá vinnuveitanda að félagsmaður sé búinn að nýta sér samningsbundin veikinda eða slysarétt, launaseðlar síðustu sex mánaða og fylla út beiðni vegna nýtingu persónuafsláttar.

Umsóknir og gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi þann 25. til að fá greitt um mánaðarmótin.   Sjúkradagpeningar eru greiddir út síðasta virka dag hvers mánaðar. 

Beiðni um nýtingu persónuafsláttar vegna greiðslu sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði.  PDF útgáfa hér.

Vottorð frá vinnuveitanda er krafist og sækja má prentvæna útgáfu hér.

 

The sick fund has two types of benefits:

According to the fund’s regulations, members whose employers have paid a percentage of their income to the fund for at least 6 months prior to any sickness or accident, qualify for benefits because of salary loss.

Applications must be recieved by 25th of each month and benefits are paid last working day of each month.

Consider the application well and fill out all requested information.

 You can also fill out an application at the office of Báran Union at  Austurvegi 56, Selfoss, 3rd floor.

If you want to have subsidy from sickness benefit from Báran- tradeunion, you can click here 

Documents needed for application of sickness benefits.  
To apply a member must hand in:   

  • doctors certificate  (sjúkradagpeningavottorð)
  • certificate from employer stating the period that the employee is without pay 
  • copy of last 6 month pay slip 
  • personal tax credit (otherwise the benefits will be fully taxed 

Other grants:

The sick fund also grants benefits for members for  example with physiotherapists, kiropraktors, psychiatrists, regular oncology, cardiologist and therapeutic.

Also because replacement of glasses, contact lenses, laiser action or to purchase hearing aids.

According to the fund’s regulations, members whose employers have paid a percentage of their income to the fund for at least 6 months prior to any sickness or accident, qualify for grants.

All aplications must be recieved with receipt for payment.

These grants are paid on the 20th each month and applications must have been recieved 15th.

For further information, call the office 480 5000 or send email to baran@baran.is