Við vinnum fyrir þig

Translate to

Starfsfólk í fæðingarorlofi á rétt á desemberuppbót

Nokkuð hefur borið á því að starfsfólk í fæðingarorlofi hafi ekki fengið desemberuppbót. Sökum þessa vill Báran, stéttarfélag vekja athygli á að í flestum kjarasamningum er kveðið á um að eftir eins árs starf teljist fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desemberuppbótar.

Desemberuppbót skal greiða ekki síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi í fyrstu viku í desember.

Félagsmenn í fæðingarorlofi eru beðnir að athuga hvort desemberuppbót hafi ekki örugglega skilað sér fyrir 15. desember sl.

Sé svo ekki er rétt að hafa samband við vinnuveitanda eða skrifstofu stéttarfélagsins.