Um okkur

Skrifstofa Bárunnar stéttarfélags

Báran stéttarfélag er félag verkafólks í mörgum starfsgreinum. Félagssvæðið nær yfir Árnessýslu utan Ölfuss og eru félagsmenn rúmlega 4000 talsins.

Starfsemi félagsins felst m.a. í rekstri sjúkrasjóðs, orlofssjóðs og vinnudeilusjóðs auk þess sem félagið er aðili að menntasjóðunum Landsmennt, Sjómennt, Sveitamennt og Ríkismennt.

Félagsmönnum stendur til boða fjölþætt þjónusta á sviði kjara-, mennta- og orlofsmála auk þess sem félagið veitir lögfræðiþjónustu.

Báran stéttarfélag er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands, Sjómannasambandi Íslands og Alþýðusambandi Íslands og kjarasamningum þess, auk þess sem félagið gerir fjölmarga sérsamninga við stofnanir og fyrirtæki.

Stéttarfélögin á Suðurlandi eru með samning við Virk Starfsendurhæfingarsjóð um störf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar.  Ef starfshæfni er skert eða henni er ógnað vegna heilsubrests þá er viðkomandi bent á að leita til síns heimilislæknis varðandi umsóknarferlið. Allar nánari upplýsingar um Virk, starfsendurhæfingu má nálgast á heimasíðu Virk. www.virk.is                      Ráðgjafarnir er sérhæfðir í að aðstoða einstaklinga við að efla færni sína og vinnugetu.

Ráðgjafar Virk á Suðurlandi eru:

Ágústa Guðmarsdóttir virk(hjá)sudurland.is

Inga Margrét Skúladóttir inga(hjá)sudurland.is

Arndís Tómasdóttir arndis(hjá)sudurland.is 

 

Félagið á þrjú orlofshús á Flúðum, eitt hús í Grímsnesi, eina íbúð á Akureyri og eina íbúð í Reykjavík sem standa félagsmönnum til boða allt árið um kring.

Báran stéttarfélag er til húsa að Austurvegi 56 Selfossi og rekur sameiginlega þjónustuskrifstofu með VR, Félagi iðn- og tæknigreina og Stjórnendafélagi Suðurlands. Opnunartími Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi er frá kl.08:00 til 16:00 alla virka daga. Símanúmerið er 480-5000.

Formaður Bárunnar, stéttarfélags er Halldóra Sigríður Sveinsdóttir halldora(hjá)baran.is

Varaformaður: Örn Bragi Tryggvason, ornbragi(hjá)gmail.com

Hjalti Tómasson, vinnustaðaeftirlit Bárunnar, stéttarfélags  hjalti(hjá)baran.is

Marta Katarzyna Kuc, kjarasvið, vinnustaðaeftirlit, marta(hjá)baran.is

Þór Hreinsson, kjarasvið, thor(hjá)baran.is

TILKYNNINGAR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frímann Orlofsvefur

 

 

 

 

 

 

 

ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50.

Endilega hafið samband við okkur hjá Bárunni, stéttarfélagi og við komum á kosningu sem allra fyrst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Contracts in English 

The yellow one is for jobs in the puplic sector and is the main one. How ever this contract is no longer valid, it ran out in 2018 but the rules are mostly the same. The numbers for payment per month is more today and the notice period goes up to 2 months after 2 years of working for the same company.

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

The purple one is small addition to the yellow one and is for hotels, restaurants and more.

 

Auglýsingar – tilkynningar

VIRK

Ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar

Sími 480-5000
virk@sudurland.is

 

Upplýsingar um staðgreiðslu

Staðgreiðsla 2019

Nánar: www.rsk.is

Helstu tölur 2019

Báran stéttarfélag | Um okkur