Um okkur

Skrifstofa Bárunnar stéttarfélags

Báran stéttarfélag er félag verkafólks í mörgum starfsgreinum. Félagssvæðið nær yfir Árnessýslu utan Ölfuss og eru félagsmenn rúmlega 4000 talsins.

Starfsemi félagsins felst m.a. í rekstri sjúkrasjóðs, orlofssjóðs og vinnudeilusjóðs auk þess sem félagið er aðili að menntasjóðunum Landsmennt, Sjómennt, Sveitamennt og Ríkismennt.

Félagsmönnum stendur til boða fjölþætt þjónusta á sviði kjara-, mennta- og orlofsmála auk þess sem félagið veitir lögfræðiþjónustu.

Báran stéttarfélag er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands, Sjómannasambandi Íslands og Alþýðusambandi Íslands og kjarasamningum þess, auk þess sem félagið gerir fjölmarga sérsamninga við stofnanir og fyrirtæki.

Stéttarfélögin á Suðurlandi eru með samning við Virk Starfsendurhæfingarsjóð um störf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar.  Ef starfshæfni er skert eða henni er ógnað vegna heilsubrests þá er viðkomandi bent á að leita til síns heimilislæknis varðandi umsóknarferlið. Allar nánari upplýsingar um Virk, starfsendurhæfingu má nálgast á heimasíðu Virk. www.virk.is                      Ráðgjafarnir er sérhæfðir í að aðstoða einstaklinga við að efla færni sína og vinnugetu.

Ráðgjafar Virk á Suðurlandi eru:

Ágústa Guðmarsdóttir agusta(hjá)tss.is

Inga Margrét Skúladóttir inga(hjá)tss.is

Arndís Tómasdóttir arndis(hjá)tss.is 

Hildur Gestsdóttir hildur(hjá)tss.is

 

Félagið á þrjú orlofshús á Flúðum, eitt hús í Grímsnesi, eina íbúð á Akureyri og eina íbúð í Reykjavík sem standa félagsmönnum til boða allt árið um kring.

Báran stéttarfélag er til húsa að Austurvegi 56 Selfossi og rekur sameiginlega þjónustuskrifstofu með VR, Félagi iðn- og tæknigreina og Stjórnendafélagi Suðurlands. Opnunartími Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi er frá kl.08:00 til 16:00 alla virka daga. Símanúmerið er 480-5000.

Formaður Bárunnar, stéttarfélags er Halldóra Sigríður Sveinsdóttir halldora(hjá)baran.is

Varaformaður: Örn Bragi Tryggvason, ornbragi(hjá)gmail.com

Hjalti Tómasson, vinnustaðaeftirlit Bárunnar, stéttarfélags  hjalti(hjá)baran.is

Marta Katarzyna Kuc, kjarasvið, vinnustaðaeftirlit, marta(hjá)baran.is

Þór Hreinsson, kjarasvið, thor(hjá)baran.is

Tilkynningar

Hurðin verður læst en samt opið

Vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur verið tekin sú ákvörðun að loka skrifstofu Bárunnar að Austurvegi 56 ótímabundið. Starfsfólk Bárunnar mun vinna í Fjarvinnu og verður hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst (baran@baran.is) og síma (480 5000). Einnig má koma með gögn í póstkassa okkar sem er á jarðhæð Austurvegs 56.

Við hvetjum félagsmenn að hika ekki við að hafa samband við okkur.  Einnig langar okkur að hvetja alla til þess að fylgjast vel með aðgerðum yfirvalda og fara eftir þeim, frekari upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda og hvernig skal huga að sóttvörnum fyrir þig og þína má finna á www.covid.is .

 

Due to the government’s measures to work against covid-19, the decision has been made to close Báranns office at Austurvegur 56 indefinitely. Báranns staff will be working from home  and it will be possible to contact us via e-mail (baran@baran.is) and telephone (480 5000). You can also bring data to our mailbox on the ground floor of Austurvegur 56.

We encourage members not to hesitate to contact us. We would also like to encourage everyone to monitor and follow the actions of the authorities, more information on the actions of the government and how to keep you and your family safe can be found on www.covid.is .

Desemberuppbót

 

Desemberuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á desemberuppbótina.

Hægt er að skoða uppbótina 2020 hér fyrir neðan:

 

 

 

 

 

Contracts in English 

The yellow one is for jobs in the puplic sector and is the main one.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

,

 
,

Układ zbiorowy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frímann Orlofsvefur

 

 

 

 

 

 

 

ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50.

Endilega hafið samband við okkur hjá Bárunni, stéttarfélagi og við komum á kosningu sem allra fyrst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar – tilkynningar

VIRK

Ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar

Sími 480-5000
virk@sudurland.is

 

Upplýsingar um staðgreiðslu

Staðgreiðsla 2021

Nánar: www.rsk.is

 

Báran stéttarfélag | Um okkur