Um okkur

Skrifstofa Bárunnar stéttafélags

Báran stéttarfélag er félag verkafólks í mörgum starfsgreinum. Félagssvæðið nær yfir Árnessýslu utan Ölfuss og eru félagsmenn um 1800 talsinns.

Starfsemi félagsins felst m.a. í rekstri sjúkrasjóðs, orlofssjóðs og vinnudeilusjóðs auk þess sem félagið er aðili að menntasjóðunum Landsmennt, Sjómennt, Sveitamennt og ríkismennt.

Félagsmönnum stendur til boða fjölþætt þjónusta á sviði kjara, mennta og orlofsmála auk þess sem félagið veitir lögfræðiþjónustu.

Félagið gefur út í samvinnu við Verslunarmannafélag Suðurlands þrjú til fjögur fréttabréf á ári þar sem er jafnan að finna helstu áherslur í starfsemi félagsins hverju sinni.

Báran stéttarfélag er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands, Sjómannasambandi Íslands og Alþýðusambandi Íslands og kjarasamningum þess, auk þess sem félagiðgerir fjölmarga sérsamninga við stofnanir og fyrirtæki.

Stéttarfélögin á Suðurlandi eru með samning við Virk Starfsenduhæfingarsjóð um starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar.  Ef starfshæfni er skert eða henni er ógnað vegna heilsubrests þá er hægt að leita til ráðgjafa hjá þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi að Austurvegi 56 Selfossi. Ráðgjafarnir er sérhæfðir í að aðstoða einstaklinga við að efla færni sína og vinnugetu. Viðtalspantanir eru í gegnum þjónustuskrifstofu í síma 480-5000.

Ráðgjafar Virk á Suðurlandi eru:
Ágústa Guðmarsdóttir virk(hjá)sudurland.is

Inga Margrét Skúladóttir inga(hjá)sudurland.is

Hildur Gestsdóttir hildur(hjá)sudurland.is

Félagið á þrjú orlofshús á Flúðum auk íbúðar á Akureyri sem stendur félagsmönnum til boða allt árið um kring.

Báran stéttarfélag er til húsa að Austurvegi 56 Selfossi. og rekur sameiginlega þjónustuskrifstofu með Verslunarmannafélagi Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina og Verði, félag stjórnenda. Opnunartími Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi er frá kl.08:00 til 16:00 alla virka daga. Símanúmerið er 480-5000.

Formaður Bárunnar, stéttarfélags er Halldóra Sigríður Sveinsdóttir halldora(hjá)baran.is

Varaformaður: Örn Bragi Tryggvason, silatjorn16(hjá)simnet.is

Drífa Hafsteinsdóttir, þjónustufulltrúi, bókhald, drifa(hjá)tss.is

Hjalti Tómasson, vinnustaðaeftirlit Bárunnar, stéttarfélags  hjalti(hjá)tss.is

Marta Katarzyna Kuc, kjarasvið, vinnustaðaeftirlit, marta(hjá)baran.is

Þór Hreinsson, kjarasvið. thor(hjá)tss.is,

Báran stéttarfélag | Um okkur