Um okkur

Skrifstofa Bárunnar stéttafélags

Báran stéttarfélag er félag verkafólks í mörgum starfsgreinum. Félagssvæðið nær yfir Árnessýslu utan Ölfuss og eru félagsmenn um 1800 talsinns.

Starfsemi félagsins felst m.a. í rekstri sjúkrasjóðs, orlofssjóðs og vinnudeilusjóðs auk þess sem félagið er aðili að menntasjóðunum Landsmennt, Sjómennt, Sveitamennt og ríkismennt.

Félagsmönnum stendur til boða fjölþætt þjónusta á sviði kjara, mennta og orlofsmála auk þess sem félagið veitir lögfræðiþjónustu.

Félagið gefur út í samvinnu við Verslunarmannafélag Suðurlands þrjú til fjögur fréttabréf á ári þar sem er jafnan að finna helstu áherslur í starfsemi félagsins hverju sinni.

Báran stéttarfélag er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands, Sjómannasambandi Íslands og Alþýðusambandi Íslands og kjarasamningum þess, auk þess sem félagiðgerir fjölmarga sérsamninga við stofnanir og fyrirtæki.

Stéttarfélögin á Suðurlandi eru með samning við Virk Starfsenduhæfingarsjóð um starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar.  Ef starfshæfni er skert eða henni er ógnað vegna heilsubrests þá er hægt að leita til ráðgjafa hjá þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi að Austurvegi 56 Selfossi. Ráðgjafarnir er sérhæfðir í að aðstoða einstaklinga við að efla færni sína og vinnugetu. Viðtalspantanir eru í gegnum þjónustuskrifstofu í síma 480-5000.

Ráðgjafar Virk á Suðurlandi eru:
Ágústa Guðmarsdóttir virk(hjá)sudurland.is

Inga Margrét Skúladóttir inga(hjá)sudurland.is

Hildur Gestsdóttir hildur(hjá)sudurland.is

Félagið á þrjú orlofshús á Flúðum auk íbúðar á Akureyri sem stendur félagsmönnum til boða allt árið um kring.

Báran stéttarfélag er til húsa að Austurvegi 56 Selfossi. og rekur sameiginlega þjónustuskrifstofu með Verslunarmannafélagi Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina og Verði, félag stjórnenda. Opnunartími Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi er frá kl.08:00 til 16:00 alla virka daga. Símanúmerið er 480-5000.

Formaður Bárunnar, stéttarfélags er Halldóra Sigríður Sveinsdóttir halldora(hjá)baran.is

Varaformaður: Örn Bragi Tryggvason, silatjorn16(hjá)simnet.is

Drífa Hafsteinsdóttir, þjónustufulltrúi, bókhald, drifa(hjá)tss.is

Hjalti Tómasson, vinnustaðaeftirlit Bárunnar, stéttarfélags  hjalti(hjá)tss.is

Marta Katarzyna Kuc, kjarasvið, vinnustaðaeftirlit, marta(hjá)baran.is

Þór Hreinsson, kjarasvið. thor(hjá)tss.is,

Félagsfundur

 

 

ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Endilega hafið samband við okkur hjá Bárunni, stéttarfélagi og við komum á kosningu sem allra fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Þór í síma 4805000. Einnig er hægt að senda á netfangið baran@baran.is

 

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar – tilkynningar

Frímann, orlofskerfi Bárunnar

 

 

 

VIRK

Ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar

Sími 480-5000
virk@sudurland.is

 

Upplýsingar um staðgreiðslu

Staðgreiðsla 2018

Nánar: www.rsk.is

Báran stéttarfélag | Um okkur