Við vinnum fyrir þig

Translate to

Orlofsuppbót

Báran, stéttarfélag vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót, en orlofsuppbót er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní á ári hverju. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum.

Almennur vinnumarkaður: Þeir sem starfa á almennum vinnumarkaði og hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2018 – 30. apríl 2019 eiga rétt á fullri uppbót að upphæð 50.000 kr. Í nýjum kjarasamningiá almenna markaðinum var jafnframt samið um eingreiðslu (orlofsuppbótarauka) að upphæð 26.000 kr. sem kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019. Þeir sem starfa á almennum vinnumarkaði eiga því að fá orlofsuppbót að upphæð 76.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019 (venjan er 1. júní).  Við útreikning á orlofsuppbót þá telst fullt ársstarf vera 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum miðað við 30. apríl sl. eða í starfi fyrstu vikuna í maí eiga rétt á uppbót.

Ríki og sveitarfélög: Þar sem ekki er enn búið að semja við ríki og sveitarfélög um nýja kajarasamninga verður full orlofsuppbót eins og í fyrra, þ.e. 48.000 kr. Þegar samningar nást við viðkomandi aðila þarf að greiða uppbót miðað við það sem samið verður um. Orlofsuppbótin á að koma til greiðslu 1. júní hjá starfsfólki ríkisins en 1. maí hjá starfsfólki sveitarfélaga. Þeir sem eru í starfi til 30. apríl næst á undan eiga rétt á uppbót.

Nánari upplýsingar um orlofsuppbót – texti úr kjarasamningum

 

Upphæðir orlofsuppbóta

Gjalddagi orlofsuppbótar 2019 á almenna markaðnum, hjá verkafólki, verslunar og skrifstofufólki er 1. maí.

Upphæð orlofsuppbótar fer eftir því hvaða kjarasamningi er unnið eftir.


Starfshópur    2019 2019 orlofsuppbótaruppbót   Greiðsludags.
Verkamenn (hótel og veitingast.)   50.000 kr 26.000 kr. 1. maí
Iðnaðarmenn   50.000 kr 26.000 kr. 1. júní
Iðnnemar   50.000 kr 26.000 kr. 1. júní
Starfsmenn sveitarfélaga   48.000 kr . 1. maí
Starfsmenn ríkisstofnana   48.000 kr . 1. júní
Starfsmenn Landsvirkjunar  120.800 kr . 1. maí
Verslunar og skrifstofufólk   50.000 kr 26.000 kr. 1. maí
Starfsmenn á bændabýlum   48.000 kr . Ráðningars.
Starfsmenn á/við línu og net   48.000 kr . .

Reiknað er út sérstaklega fyrir hvern dag í samningi milli Starfsgreinasambands Íslands
og Flugleiðahótela ehf. um kaup og kjör starfsfólks á Edduhótelum, sem vinna eftir hlutaskiptakerfi

 


Réttur til orlofsuppbótar:


Almenni markaðurinn, verkafólk, verslunar og skrifstofufólk
Uppbótin greiðist þann 1. maí miðað við starfshlutfall og starfstíma á árinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1. maí
Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótanna.


Starfsmenn hjá sveitarfélögum
Þann 1. maí skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl fá greidda orlofsuppbót er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir starfsmenn sem látið hafa af störfum á orlofsárinu eftir a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) samfellt starf fá greitt hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall.


Sjómenn fá ekki greidda orlofsuppbót.


Starfsmenn hjá Ríkinu
Þann 1. júní skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl fá greidda orlofsuppbót, greidd er full uppbót til þeirra sem verið hafa í fullu starfi næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir starfsmenn sem látið hafa af störfum á orlofsárinu eftir a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) samfellt starf fá greitt hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall.



Starfsmenn á bændabýlum
Heimilt er að greiða desember- og orlofsuppbót jafnharðan óski starfsmaður eftir því, enda sé gengið frá því í ráðningarsamningi. Ofan á mánaðarlaun kemur þá hlutfall af orlofsuppbót miðað við full starf 173,33 klst. á mánuði.