Við vinnum fyrir þig

Translate to

Óbreytt yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er ekki grundvöllur til að byggja á

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir þá yfirlýsingu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í dag ganga of skammt. Hann vill ekki fara efnislega í hvað það er sem standi í ASÍ en segir það einkum vera atriði sem lúti að atvinnu-, skatta- og lífeyrismálum.

„Formenn okkar landssambanda og stærstu aðildarfélaga hitta sitt bakland á morgun og það er ljóst að við verðum að fá skýrari svör varðandi nokkur efnisatriði fyrir þá fundi eigi að vera hægt að byggja þriggja ára kjarasamning á þessum forsendum“, segir Gylfi. „Takist það á að vera hægt að hefja vinnu við lokafrágang kjarasamninga strax í kjölfarið.“

Tekið af heimasíðu ASÍ