Við vinnum fyrir þig

Translate to

Nýr starfsmaður á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna

 

 

Ásta Björk Ólafsdóttir hefur verið ráðin í fullt starf, sem þjónustufulltrúi á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi á Austurvegi 56, Selfossi. Ásta Björk er úr Reykjavík en fjölskyldan flutti á Selfossi fyrir þremur árum. Hún er gift Sigurði Lárussyni en samtals eiga þau fjögur börn á aldrinum 3 -23 ára.   Ásta Björk mun útskrifast sem viðurkenndur bókari í febrúar 2015. Hún hefur aðallega unnið við bókhald/launa og skrifstofu störf síðustu ásamt því að reka veisluþjónustu með manninum sínum. Síðast vann hún í Rúmfatalagernum á Selfossi, sem deildastjóri metravöru í tæplega tvö ár.  „Nýja starfið leggst mjög vel í mig. Starfið er skemmtilega fjölbreytt og góður vinnuandi“, segir Ásta Björk. Starfsfólk Þjónustuskrifstofunnar býður hana hjartanlega velkomna til starfa.