Við vinnum fyrir þig

Translate to

Náms- og starfsráðgjöf

Báran, stéttarfélag býður upp á náms- og starfsráðgjöf fyrir félagsmenn. Ráðgjöfin fer fram á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Með því að ræða við náms- og starfsráðgjafa gefst félagsmanni tækifæri til að skoða og meta eigin stöðu, til dæmis áhuga og hæfni og gera áætlun um hvert skal stefna.

  • Ráðgjöf um starfsleit. Aðstoð við gerð ferilskrár og atvinnuumsókna. Góð ferilskrá getur skipt miklu máli við að ná árangri í atvinnuleit.
  • Greining á áhugasviði.  Áhugasviðskannanir geta hjálpað fólki við að kortleggja áhuga sinn og starfsumhverfi. Boðið er upp á áhugasviðsgreininguna Í leit að starfi. Um er að ræða spurningalista sem lagður er fyrir af náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöðurnar gefa til kynna í hvaða átt áhuginn beinist varðandi val á námi, starfi og tómstundum. Ráðgjafinn fer yfir niðurstöðurnar strax eftir að listanum hefur verið svarað. Greiningin er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
  • Upplýsingar og ráðgjöf um námsleiðir. Veittar eru upplýsingar um nám og námskeið m.a. úrræði og styrki á vegum stéttarfélaganna. Báran, stéttarfélag styrkir félagsmenn sína til að afla sér aukinnar fræðslu.

Ráðgjöfin er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Náms- og starfsráðgjafi þjónustuskrifstofunnar er Þór Hreinsson. Hægt er að panta viðtalstíma í síma 480-5000. Jafnframt er hægt að senda rafrænar fyrirspurnir á netfangið thor@midja.is