Við vinnum fyrir þig

Translate to

Matarkarfan ódýrust hjá Bónus

Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfðuborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag. Matarkarfan var ódýrust hjá Bónus á 16.791 kr. en dýrust hjá Nóatúni á 20.523 kr. sem er 3.732 kr. verðmunur eða 22%.

Verslunin Iceland var með næst ódýrustu matarkörfuna en þar kostaði hún 17.154 kr. sem er 2% meira en karfan hjá Bónus. Á eftir Iceland kom Krónan með matarkörfu sem kostaði 18.059 kr. sem er 8% hærra verð en hjá Bónus. Matarkarfan hjá Fjarðarkaup kostaði 18.683 kr. og var því 11% dýrari en hjá Bónus. Eins og áður segir var matarkarfan dýrust hjá Nóatúni á 20.523 kr. Verslanirnar Nettó og Hagkaup komu þar á eftir og voru 17% dýrari en karfan hjá Bónus. Kostur Dalvegi, Samkaup-Úrval og Víðir neituðu þátttöku í könnuninni.
 
 Sjá nánar í frétt á heimasíðu ASÍ