Við vinnum fyrir þig

Translate to

Launþegar athugið!

Launahækkun starfsmanna á almenna markaðinum samkvæmt samningi SGS og SA hefur tekið gildi. Þessir kauptaxtar gilda frá 1. febrúar 2012 til og með 31. janúar 2013. Launataxtar hækka um kr. 11.000 og almenn laun um 3,5% og eiga að koma til útborgunar næstu mánaðarmót.

Nýir launataxtar samkvæmt samningi SGS við ríki og sveitarfélög taka gildi mánuði seinna eða frá 1. mars 2012. Launataxtar hækka um kr. 11.000 og almenn laun um 3,5%.
 
Launataxtana má nálgast á heimasíðunni undir Kjaramál.