Við vinnum fyrir þig

Translate to

Góður fundur ASÍ á Hótel Selfoss

Í gærkvöldi var haldinn fundur á Hótel Selfoss á vegum ASÍ undir yfirskriftinni  Kaupmáttur – atvinna – velferð.  Meðal annars voru ræddar nýjar hugmyndir ASÍ um nýtt húsnæðislánakerfi sem lagað er eftir danskri fyrirmynd, stöðuna í kjaramálum og baráttuna við verðbólguna, sókn í atvinnumálum og nýja hugsun í atvinnu og menntamálum.

Frá ASÍ mættu þau Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ,  Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Að auki var Þórður Freyr Sigurðasson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga með framsögu um Sóknaráætlun fyrir Suðurland. Erindin voru mjög fróðleg og greinilegt að ASÍ fer þarna í farabroddi nýrrar hugsunar í atvinnu og velferðarmálum en eftir slíkri hugsun hefur verið kallað frá hruni. Einnig er ástæða til að fagna þeirri vinnu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa unnið við greiningu á þörfum og stöðu atvinnumála og þörfinni á aukinni menntun á Suðurlandi en athygli vakti hve staða kvenna á Suðurlandi er veik í faglegu námi.

Fundinn sóttu um þrjátíu manns og var fremur dapurt að ekki skyldu fleiri sjá sér fært að mæta á fund um svo mikilvæg málefni.

Stéttarfélögin á Suðurlandi þakka þeim Signýju, Sigurrós, Kristjáni Þórði og Þórði Frey sem þarna höfðu framsögu. Vonandi eru þessar hugmyndir merki um nýja tíma á Suðurlandi.

Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 025 Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 023 Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 016 Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 009 Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 007