Við vinnum fyrir þig

Translate to

Atvinnuleysi á Suðurlandi 4,2% í maí

Skráð atvinnuleysi í maí  2012  var 5,6%  en að meðaltali voru 9.826 atvinnulausir í  maí og fækkaði
atvinnulausum um 1.011 að meðaltali frá apríl eða um 0,9 prósentustig. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 789 að meðaltali og konum um 222. Atvinnulausum fækkaði um 595 á höfuðborgarsvæðinu en um 416 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 6,3% á höfuðborgarsvæðinu og minnkaði úr 7,1% í fyrri mánuði. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 4,5% og minnkaði úr 5,4% í fyrri mánuði.  Á Suðurlandi var atvinnuleysið 4,2% og minnkaði úr 5,1%. í fyrra  mánuði.  Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum 9,4% og minnkaði úr 11% í fyrri mánuði. Minnst var atvinnuleysið á Vestfjörðum 2% og 2,1% á Norðurlandi vestra.  Atvinnuleysið var 5,4% meðal karla og 5,9% meðal  kvenna.

Tekið af heimasíðu ASÍ og VMST