Við vinnum fyrir þig

Translate to

Eru háir vextir og verðtrygging náttúrulögmál á Íslandi

Rétt er að vekja athygli á þessum fundi sem Alþýðusanband Íslands boðar til. Þessi fundur er öllum opinn og hvetjum við félagsmenn til að mæta.

Þetta verður fyrsti fundurinn af 3-4 um verðtrygginguna, vexti og krónuna. Sá næsti er 8. desember og svo höldum við áfram í janúar. Á þessum fyrstu tveimur fundum verður farið yfir málin í sögulegu samhengi og bornir saman ólíkir kostir í lána- og gjaldeyrismálum.

Opinn fundur ASÍ

Alþýðusamband Íslands boðar til opinna funda um vexti og verðtryggingu á Grand Hótel Reykjavík. Fyrsti fundurinn er fimmtudaginn 1. desember kl. 17 og ber hann yfirskriftina; Eru háir vextir og verðtrygging náttúrulögmál á Íslandi?

Þetta er fyrri fundurinn af tveimur hjá ASÍ nú í desember en svo er meinging að halda áfram í desember. Sá næsti er 8. desember og hann ber yfirskriftina; Hvað kostar krónan heimilin í landinu?

Á þessum tveimur fundum verður farið yfir málin í sögulegu samhengi og bornir saman ólíkir kostir í lána- og gjaldeyrismálum.

Hér má sjá nánari dagskrá þessara funda Alþýðusambandsins