Við vinnum fyrir þig

Translate to

Eina ráðið að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara

Samninganefnd Alþýðusambands Íslands ákvað á fundi í gær að beina því til aðildarsambanda og félaga að vísa kjaradeilum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Það er nauðsynlegt til að knýja á um launahækkanir á þessu ári.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að þolinmæði launþegahreyfingarinnar sé brostin. Það liggi fyrir að Samtök atvinnulífsins hafni því að gera samning til eins árs. SA segist vilja fara atvinnuleiðina en hafnar þriggja ára samningi, nema lausn fáist í málefnum sjávarútvegsins. „Þeir tala bara í hring,“ segir Gylfi og bætir við að þá sé eina ráðið að beita aflinu.

Tekið af heimasíðu ASÍ