Við vinnum fyrir þig

Translate to

Átt þú eftir að kjósa?

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin stendur nú yfir. Henni lýkur sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar mánudaginn 10. febrúar.

Hvernig á að greiða atkvæði?
Til að greiða atkvæði með rafrænum hætti smellir viðkomandi á hnappinn hér hægra megin á heimasíðunni og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir innskráningu birtist atkvæðaseðilinn og getur viðkomandi þá greitt atkvæði.

Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru eindregið hvattir til að nýta réttindi sín og greiða atkvæði.

Það er um að gera að hringja og hafa samband við skrifstofu Bárunnar í síma 480-5000 á morgun eða föstudag til að fá nánari upplýsingar eða aðstoð ef þess er þörf. Skrifstofan er opin frá 8.00 til 16.00 á morgun og frá 8.00 til klukkan 15.00 á föstudag. Við hvetjum félagsmenn að nýta sér atkvæðaréttinn og á að minna vinnufélaganna á að taka þátt.

Kosningahnappurinn er hægra megin á heimasíðunni.