• Kjaramál
    • Kjaramál
    • Kjarasamningar
    • Contracts in english
    • Kauptaxtar
    • Stofnanasamningar
    • Eldri kjarasamningar
    • Eldri kauptaxtar
    • Samningur Launanefndar sveitafélaga
    • Wage chart
    • Ráðningarsamningur
  • Po polsku
  • Upplýsingar
    • Upplýsingar
    • Skjalasafn
    • Eljan
    • Iðgjöld
    • Lög og reglugerðir
    • Lífeyrismál
    • Fæðingarorlof
    • Réttindi atvinnulausra
  • Um okkur
    • Um okkur
    • Ársreikningar
    • Lögfræðiþjónusta
    • Reglugerð fyrir Vinnudeilusjóð Bárunnar
    • Reglugerð um ferðakostnað, risnu og gjafir
    • Starfs- og siðareglur Bárunnar
    • Starfsfólk
    • Stjórnin
    • Fundargerðir
    • Lög Bárunnar, stéttarfélags
    • Reglugerð orlofssjóðs
    • Sagan
    • Reglugerð sjúkrasjóðs
    • Fá aðstoð
  • Afsláttarkjör
    • Afsláttarkjör
    • Fyrirtæki sem veita afslátt
    • Orlofsvefur
    • Sjómennt
  • Orlofsvefur
  • Umsóknir
    • Umsóknir
    • Umsókn um sjúkrastyrk – kvittanir sendist á baran@baran.is
    • Skilagrein
    • Umsókn um sjúkradagpeninga
    • Inntökubeiðni í félagið
    • Styrkir
    • Beiðni um nýtingu persónuafsláttar
    • Umsókn úr starfsmenntasjóði
  • Starfsnám
  • Kjaramál
    • Kjarasamningar
      • Contracts in english
    • Kauptaxtar
    • Stofnanasamningar
    • Eldri kjarasamningar
    • Eldri kauptaxtar
    • Samningur Launanefndar sveitafélaga
    • Wage chart
    • Ráðningarsamningur
  • Po polsku
  • Upplýsingar
    • Skjalasafn
    • Eljan
    • Iðgjöld
    • Lög og reglugerðir
    • Lífeyrismál
    • Fæðingarorlof
    • Réttindi atvinnulausra
  • Um okkur
    • Ársreikningar
    • Lögfræðiþjónusta
    • Reglugerð fyrir Vinnudeilusjóð Bárunnar
    • Reglugerð um ferðakostnað, risnu og gjafir
    • Starfs- og siðareglur Bárunnar
    • Starfsfólk
    • Stjórnin
      • Fundargerðir
    • Lög Bárunnar, stéttarfélags
    • Reglugerð orlofssjóðs
    • Sagan
    • Reglugerð sjúkrasjóðs
    • Fá aðstoð
  • Afsláttarkjör
    • Fyrirtæki sem veita afslátt
  • Orlofsvefur
  • Umsóknir
    • Styrkir
      • Beiðni um nýtingu persónuafsláttar
    • Umsókn um sjúkrastyrk – kvittanir sendist á baran@baran.is
    • Umsókn um sjúkradagpeninga
    • Umsókn úr starfsmenntasjóði
      • Sjómennt
    • Inntökubeiðni í félagið
    • Skilagrein
  • Starfsnám
5

ALÞJÓÐLEGT ÁTAK UM AÐBÚNAÐ HÓTELÞERNA

3. desember 2014
<?php echo pulse_output(); ?>

Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Á hinn bóginn taka fáir eftir þeim fjölmörgu starfsmönnum sem sinna hótelþrifum, en daglega þrífa hótelþernur þúsundir hótelherbergja á Íslandi. Líkt og annars staðar í heiminum eru það fyrst og fremst konur með erlendan bakgrunn sem sinna þessum störfum.  Hótelþrif er líkamlega erfitt starf sem oft er unnið undir mikilli tímapressu. Þeir sem unnið hafa við hótelþrif vita að fæstir endast lengi í slíku starfi þar sem álagið er gríðarlega mikið og það er vel þekkt að starfsfólk þjáist oft af álagstengdum verkjum og stressi.

Dagana 3. til 10. desember næstkomandi vekja stéttarfélög víða um heim athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna og beina kastljósinu að þessum erfiðu störfum sem unnin eru daglega á milljónum hótela um allan heim.  Markmiðið með þessari alþjóðaherferð er að opna augu hótelgesta fyrir þessum störfum en um leið þrýsta á atvinnurekendur að bæta starfsaðbúnað og starfskjör þeirra sem sinna hótelþrifum.

Erfitt og hættulegt starf
Á bakvið lúxusinnréttingar og glæsilega ásýnd hótela leynast oft á tíðum hættulegar vinnuaðstæður og mikið vinnuálag þar sem illa launað starfsfólk lyftir þungum dýnum, flytur húsgögn, þurrkar af gólfum  og innréttingum, þrífur margskonar óhreinindi og salerni. Við þessi þrif notar starfsfólk oft hættuleg hreinsiefni, eru undir mikilli tímapressu og síðast en ekki síst verða þeir oft fyrir margskonar áreitni frá hótelgestum.

Þegar stéttarfélög ræða við félagsmenn sem sinna þessum störfum er algengt að þeir kvarti undan vinnuálaginu og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsins. Vinnuhraðinn er mikill og ávallt verið að keppa við klukkuna. Þau sem sinna hótelþrifum þurfa að þrífa ákveðinn fjölda herberga á hverjum degi. Í flestum tilfellum má lítið út af bregða til að álagið verði óbærilegt, þannig þarf ekki nema einn starfsmaður að vera veikur til að erfitt sé að uppfylla kvótann sem starfsfólki er ætlað. Í slíkum tilvikum er algengt að starfsfólk sleppi umsömdum kaffitímum til að klára vinnuna á réttum tíma.

Þetta mikla vinnuálag hefur gríðarleg áhrif á líkamlega heilsu starfsfólks og eru vinnuslys og veikindi algeng hjá þeim sem sinna hótelþrifum. Þetta hafa fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýnt.  Álagið hefur aukist vegna aukinna krafa viðskiptavina, en ekki síður vegna undirmönnunar í kjölfar hagræðinga til að mæta kröfum um arðsemi.

Kynferðislegt áreiti algengt vandamál
Fyrir nokkrum árum komust vinnuaðstæður hótelþerna í kastljós fjölmiðla í kjölfar þess að Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var handtekinn fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart hótelþernu á lúxushóteli í New York. Atvikið vakti mikla athygli og beindi sjónum almennings að slæmum aðbúnaði og þeim hættum sem steðja að hótelþernum á hverjum degi. Víðsvegar um heim er algengt að hótelþernur kæri kynferðislegt áreiti og annarskonar ofbeldi af hendi hótelgesta. Norrænar kannanir benda til þess að um 25% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa upplifað kynferðislegt áreiti af hálfu gesta. Jafnvel þó engar opinbera tölur liggi fyrir á Íslandi verður að telja líklegt að ástandið sé engu skárra hér á landi.

Einföld ráð til að bæta aðbúnað
Það er mikilvægt að muna að atvinnurekendur bera ábyrgð á starfsöryggi og aðbúnaði starfsfólks síns. Eigendur hótela geta á einfaldan máta bætt það vinnuumhverfi sem hótelþernur búa við á fjölmörgum hótelum í dag og þannig minnkað líkur á vinnuslysum og veikindum:

  • Starfsfólk við hótelþrif fái viðeigandi starfsþjálfun og menntun.
  • Starfsfólk fái tækjabúnað, vinnufatnaði og hreinlætisvörur sem standist allar öryggiskröfur.
  • Starfsfólk fái öryggisbúnað til að verjast áreiti og ofbeldi.
  • Starfsfólk vinni í teymum til að dreifa álaginu og auka öryggi sitt.
  • Settar séu raunhæfar kröfur á starfsfólk varðandi þann fjölda herbergja sem ætlast er til að þrifin séu á hverjum degi.
  • Huga að því við hönnun hótelherbergja að auðvelt sé að þrífa þau.

 

Að lokum er mikilvægt að minna alla þá sem nýta sér hótel hér á landi eða annars staðar að hótelþernur og annað hótelstarfsfólk vinnur mikilvæg og oft á tíðum vanþakklát störf. Þau eru flest á lágum launum, starfa við erfiðan aðbúnað, undir miklu álagi, en þrátt fyrir það reyna þau á hverjum degi að gera vist þína eins ánægjulega og hægt er.

← FYRRI FÆRSLA
Desemberuppbót 2014
NÆSTA FÆRSLA →
Vinningsnúmer í happadrætti stéttarfélaganna
Tilkynningar

Hurðin verður læst en samt opið

Vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur verið tekin sú ákvörðun að loka skrifstofu Bárunnar að Austurvegi 56 ótímabundið. Starfsfólk Bárunnar mun vinna í Fjarvinnu og verður hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst (baran@baran.is) og síma (480 5000). Einnig má koma með gögn í póstkassa okkar sem er á jarðhæð Austurvegs 56.

Við hvetjum félagsmenn að hika ekki við að hafa samband við okkur.  Einnig langar okkur að hvetja alla til þess að fylgjast vel með aðgerðum yfirvalda og fara eftir þeim, frekari upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda og hvernig skal huga að sóttvörnum fyrir þig og þína má finna á www.covid.is .

 

Due to the government’s measures to work against covid-19, the decision has been made to close Báranns office at Austurvegur 56 indefinitely. Báranns staff will be working from home  and it will be possible to contact us via e-mail (baran@baran.is) and telephone (480 5000). You can also bring data to our mailbox on the ground floor of Austurvegur 56.

We encourage members not to hesitate to contact us. We would also like to encourage everyone to monitor and follow the actions of the authorities, more information on the actions of the government and how to keep you and your family safe can be found on www.covid.is .

Desemberuppbót

 

Desemberuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á desemberuppbótina.

Hægt er að skoða uppbótina 2020 hér fyrir neðan:

 

 

 

 

 

Contracts in English 

The yellow one is for jobs in the puplic sector and is the main one.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

,

 
,

Układ zbiorowy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frímann Orlofsvefur

 

 

 

 

 

 

 

ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50.

Endilega hafið samband við okkur hjá Bárunni, stéttarfélagi og við komum á kosningu sem allra fyrst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar – tilkynningar

VIRK

Ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar

Sími 480-5000
virk@sudurland.is

 

Upplýsingar um staðgreiðslu

Staðgreiðsla 2021

Nánar: www.rsk.is

 

Síður
  • Afsláttarkjör
    • Fyrirtæki sem veita afslátt
  • Forsíða
  • Kjaramál
    • COVID 19
    • Eldri kauptaxtar
    • Eldri kjarasamningar
    • Kauptaxtar
    • Kjarasamningar
      • Contracts in english
    • Ráðningarsamningur
    • Samningur Launanefndar sveitafélaga
    • Stofnanasamningar
    • Wage chart
  • Orlofsvefur
  • Po polsku
  • Um okkur
    • Ársreikningar
    • Fá aðstoð
    • Lög Bárunnar, stéttarfélags
    • Lögfræðiþjónusta
    • Reglugerð fyrir Vinnudeilusjóð Bárunnar
    • Reglugerð orlofssjóðs
    • Reglugerð sjúkrasjóðs
    • Reglugerð um ferðakostnað, risnu og gjafir
    • Sagan
    • Starfs- og siðareglur Bárunnar
    • Starfsfólk
    • Stjórnin
      • Fundargerðir
    • Vegna aðalfundar 2020
  • Umsóknir
    • Inntökubeiðni í félagið
    • Sjómennt
    • Skilagrein
    • Styrkir
      • Beiðni um nýtingu persónuafsláttar
    • Umsókn um sjúkradagpeninga
    • Umsókn um sjúkrastyrk – kvittanir sendist á baran@baran.is
    • Umsókn úr starfsmenntasjóði
  • Upplýsingar
    • Eljan
    • Fæðingarorlof
    • Iðgjöld
    • Lífeyrismál
    • Lög og reglugerðir
    • Réttindi atvinnulausra
    • Skjalasafn
    • Starfsnám

Báran stéttarfélag - Austurvegur 56, 3ja hæð - 800 Selfoss - Sími: 480-5000 - Netfang:  baran@baran.is

Báran stéttarfélag | ALÞJÓÐLEGT ÁTAK UM AÐBÚNAÐ HÓTELÞERNA