Afsláttarkjör

Nýr orlofsvefur Bárunnar, stéttarfélags hefur verið tekin í notkun. Orlofsvefur innleysir af hólmi eldra kerfi félagsins. Nýja orlofskerfið heitir Frímann og má nálgast á heimasíðu Bárunnar, stéttarfélags.

Gistimiðar, útilegukortið, veiðikortið og fl. verða seldir í gegnum nýja orlofsvefinn. Einnig verður hægt að nálgast útilegukortið,  veiðikortið  og gistimiða á Fosshótel á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, Selfossi.

,

Afsláttarkort Bárunnar

Athugið að til að að fá afslátt þarf að sýna afsláttarkortið við kaup á vöru (áður en vara er greidd).  Þeir sem eru orðnir fullgildir í félaginu og hafa greitt í samfleytt 6 mánuði fá sent afsláttarkort.  Til að eiga rétt á afsláttarkorti þarf félagsmaður að hafa greitt til félagsins sl. 6 mánuði á undan.

Afslættir (afsláttarkort Bárunnar)

 

Gistimiðar

Báran stéttarfélag er með samning við Edduhótel og Fosshótel um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Hótelin gefa út gistimiða sem eru til sölu á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna.

Fosshótel 2018

Verð á gistimiða er krónur 13.300,- yfir vetrartímann.  Verð yfir sumartímann (frá og með 15. maí til 30.  september) eru tveir miðar.  Miðinn gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður  innifalinn. .  Hægt er að leigja aukarúm sem greiðist aukalega við innritun. Ath. á Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum, Grand hótel Reykjavík og Fosshótel Jökulsárlóni þarf að greiða 6.000 kr. aukalega fyrir hverja nótt við innritun. Gistimiðar gilda ekki á sérstökum viðburðum svo sem: Mennningarnótt, Fiskideginum mikla, Mærudögum og svo framvegis.

Bóka má beint á hótelunum í gegnum síma. Við pöntun verður að koma fram að greitt verði með gistimiða.  Einnig er tekið við bókunum á aðalskrifstofu Fosshótela í síma 562 4000 eða netfang: bookings@fosshotel.is. Ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvél á heimasíðu. Ath sum hótelin eru aðeins opin yfir sumartímann. Nánari upplýsingar um hótelin á fosshotel.is

Sjá fleiri hótel á orlofsvef félagsins.

Veiðikortið, Útilegukortið og miðar í Hvalfjarðargöngin 

 

Rétt er að vekja athygli á að á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi eru einnig seldir til félagsmanna miðar í Hvalfjarðargöngin, Útilegukortið og Veiðikortið.

Miðar í göngin 2018

Verð á miða í Hvalfjarðargöngin kr. 635 (verð getur breyst).

https://spolur.is/spolur/frettasafn/frettir2017/722-gjaldheimtu-hætt-í-júli-2018

https://spolur.is/spolur/frettasafn/frettir2017/755-inneignir-viðskiptavina-verða-endurgreiddar

 

Veiðkortið 2018

Veiðkortið kr. 6.300 en verð til félagsmanna er krónur 4.300.

 

Útilegukortið 2018

Útilegukortið kr. 18.900 en verð til félagsmanna er krónur 9.000. Innifalið verða áfram 28 gistinætur sem 2 fullorðnir og fjögur börn undir 16 ára geta nýtt sér.

 

Flugmiðar

Á orlofsvef Bárunnar eru seld gjafabréf frá Icelandair og Wowair.

Gjafabréfin frá Icelandair eru uppá 25.000 kr. en Bárufélagar fá þau niðurgreidd og greiða því aðeins 19.500 kr. fyrir hvert gjafabréf sem er að andvirði 25.000 kr. uppí flugmiða.

Við kaup á gjafabréfinu fær viðkomandi númer gjafabréfs sent sem er svo gefið upp þegar keyptur er flugmiðinn. Þá lækkar greiðsla flugmiðans um 25.000 fyrir hvert gjafabréf. Hægt er að nota fleiri en 1 gjafabréf fyrir hverja bókun.

Heimilt er hverjum félagsmanni að versla 2 gjafabréf frá Icelandair. Gjafabréfin gilda til 03.07.2020

 

 

Gjafabréfin frá WOW air eru hærri. Verð á þeim er 22.500 kr fyrir gjafabréf að andvirði 30.000 kr.

Heimilt er hverjum félagsmanni að versla 2 gjafabréf frá WOW air. Þau gjafabréf gilda til 15.05.2019

Við kaup á gjafabréfinu fær viðkomandi númer gjafabréfs sent sem er svo gefið upp þegar keyptur er flugmiðinn.

 

 

Hver félagsmaður getur því verslað 4 gjafabréf í það heila. Teknir eru 2 punktar af uppsöfnuðum punktum hjá stéttarfélaginu, fyrir hvert gjafabréf.

 

Hægt er að versla flugmiðana ORLOFSVEF Bárunnar undir MIÐAR OG KORT eða ss hér → http://orlof.is/baran/site/product/product_list.php?category_id=14

 

 

Frímann orlofsvefur

 

ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50.

Endilega hafið samband við okkur hjá Bárunni, stéttarfélagi og við komum á kosningu sem allra fyrst.

 

 

 

 

 

Auglýsingar – tilkynningar

VIRK

Ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar

Sími 480-5000
virk@sudurland.is

 

Upplýsingar um staðgreiðslu

Staðgreiðsla 2019

Nánar: www.rsk.is

Helstu tölur 2019

Báran stéttarfélag | Afsláttarkjör