Orlofskerfi Bárunnar heitir Frímann og má nálgast á heimasíðu Bárunnar, stéttarfélags.
Gistimiðar, útilegukortið, veiðikortið og fl. er selt í gegnum orlofsvef félagsins.
Einnig verður hægt að nálgast útilegukortið, veiðikortið og gistimiða á Fosshótel á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, Selfossi.
Hver sá félagsmaður sem greitt hefur samfellt í 6 mánuði til Bárunnar, stéttarfélags fær sent í pósti félagsskírteini sem jafnframt gildir sem afsláttarkort. Inn á orlofsvefnum er hægt að nálgast upplýsingar um þá verslun og þjónustu sem veitir afslátt gegn framvísun kortsins.
Báran stéttarfélag er með samning við Fosshótel um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Hótelin gefa út gistimiða sem eru til sölu á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna að Austurvegi 56, 3. hæð.
Fosshótel árið 2020 (gildir einnig fyrir sumartímann).
Verð á gistimiða er kr. 14.400,- allt árið. Miðinn gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður innifalinn. Hægt er að leigja aukarúm sem greiðist aukalega við innritun. Ath. að á fjögurra stjörnu Íslandshótel er greuddur einn gistimiði + kr. 5.000 við innritun. Gistimiðar gilda ekki á sérstökum viðburðum svo sem: Menningarnótt, Fiskideginum mikla, Mærudögum og svo framvegis.
Bóka má beint á hótelunum í gegnum síma. Við pöntun verður að koma fram að greitt verði með gistimiða. Einnig er tekið við bókunum á aðalskrifstofu Fosshótela í síma 562 4000 eða á netfang: bookings@fosshotel.is. Ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvél á heimasíðu. Ath. sum hótelin eru aðeins opin yfir sumartímann. Nánari upplýsingar um hótelin má finna á fosshotel.is
Sjá einnig fleiri hótel og gistiheimili á orlofsvef félagsins.
Með fyrirvara um breytingar verða eftirtalin hótel opin í sumar:
Grand Hótel Reykjavík (4*), Fosshótel Glacier Lagoon (4*), Fosshótel Austfirðir (3*), Fosshótel Húsavík (3*), Fosshótel Vestfirðir (3*), Fosshótel Stykkishólmur (3*) og Fosshótel Reykholt (3*).
Veiðikortið, Útilegukortið
Rétt er að vekja athygli á því að á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi er hægt að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið.
Veiðikortið 2020
Veiðikortið kostar á fullu verði kr. 6.300 en fyrir félagsmenn Bárunnar kr. 4.300.
Útilegukortið 2020
Útilegukortið kostar á fullu verði 17.000 en kostar 5.000 krónur fyrir félagsmenn.
Á orlofsvef Bárunnar eru seld gjafabréf hjá Icelandair. Hvert gjafabréf kostar félagsmann 2 punkta auk greiðslu.
Gjafabréfin hjá Icelandair gilda sem kr. 25.000 en Bárufélagar fá þau niðurgreidd og greiða því aðeins kr. 19.500 fyrir hvert gjafabréf.
Heimilt er hverjum félagsmanni að kaupa 2 gjafabréf á hverjum 12 mánuðum.
Við kaup á gjafabréfinu fær viðkomandi númer gjafabréfs sem hann svo síðan slær inn þegar kemur að greiðslu við bókun á flugi. Þá lækkar greiðsla flugmiðans um kr. 25.000 fyrir hvert gjafabréf. Hægt er að nota fleiri en 1 gjafabréf fyrir hverja bókun.
Gildistími gjafabréfanna er 5 ár en athugið að það telur frá þeim degi sem stéttarfélagið Báran keypti bréfin en ekki frá þeim degi sem félagsmaður kaupir þau nema um einn og sama dag sé að ræða.
Hægt er að versla gjafabréfin á ORLOFSVEF Bárunnar undir MIÐAR OG KORT eða ss hér → http://orlof.is/baran/site/product/product_list.php?category_id=14
Vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur verið tekin sú ákvörðun að loka skrifstofu Bárunnar að Austurvegi 56 ótímabundið. Starfsfólk Bárunnar mun vinna í Fjarvinnu og verður hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst (baran@baran.is) og síma (480 5000). Einnig má koma með gögn í póstkassa okkar sem er á jarðhæð Austurvegs 56.
Við hvetjum félagsmenn að hika ekki við að hafa samband við okkur. Einnig langar okkur að hvetja alla til þess að fylgjast vel með aðgerðum yfirvalda og fara eftir þeim, frekari upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda og hvernig skal huga að sóttvörnum fyrir þig og þína má finna á www.covid.is .
Due to the government’s measures to work against covid-19, the decision has been made to close Báranns office at Austurvegur 56 indefinitely. Báranns staff will be working from home and it will be possible to contact us via e-mail (baran@baran.is) and telephone (480 5000). You can also bring data to our mailbox on the ground floor of Austurvegur 56.
We encourage members not to hesitate to contact us. We would also like to encourage everyone to monitor and follow the actions of the authorities, more information on the actions of the government and how to keep you and your family safe can be found on www.covid.is .
Desemberuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á desemberuppbótina.
Hægt er að skoða uppbótina 2020 hér fyrir neðan:
The yellow one is for jobs in the puplic sector and is the main one.
,
,
Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?
Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?
Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50.
Endilega hafið samband við okkur hjá Bárunni, stéttarfélagi og við komum á kosningu sem allra fyrst.