Við vinnum fyrir þig

Translate to

Á að launa misferli í starfi með feitum starfslokasamning?

Undirritaðir stjórnarmenn í Bárunni, stéttarfélagi lýsa megnri óánægju sinni með afgreiðslu meirihluta framkvæmdarstjórnar Starfsgreinasambandsins vegna gruns um misferli fyrrverandi framkvæmdarstjóra.

Ályktun

Undirritaðir stjórnarmenn í Bárunni, stéttarfélags á Selfossi átelja harðlega hvernig meirihluti framkvæmdarstjórnar Starfsgreinasambands Íslands hefur ákveðið að taka á meintum brotum fyrrverandi framkvæmdarstjóra sambandsins.

Sem fulltrúum lægst launuðu stétta þjóðfélagsins ber þeim skylda til að sjá til þess að meðferð fjármuna í þeirra umsjá sé samkvæmt lögum og reglum og grun um annað ber að rannsaka.

Við lýsum yfir fyllsta trausti á þá framkvæmdarstjórnarmeðlimi sem voru andvígir afgreiðslu framkvæmdarstjórnar en krefjum hina um rökstuðning fyrir ákvörðun sinni.

Við teljum félaga í SGS verðsulkda skýringu á ákvörðun meirihluta framkvæmdastjórnar.

Örn Bragi Tryggvason, varaformaður

Ragnhildur Eiríksdóttir, meðstjórnandi

Marta Katarzyna Kuc, meðstjórnandi

Ingvar Garðarsson, meðstjórnandi

Loftur Guðmundsson, meðstjórnandi

Jón Þröstur Jóhannesson, varamaður

Hjalti Tómasson, varamaður

Fleiri félög hafa birt mótmæli sín og má sjá þau á heimasíðum félaganna.

Framsýn, stéttarfélag www.framsyn.is/

Verkalýðsfélag Vestfirðinga www.verkvest.is/

Verkalýðsfélag Akraness https://www.vlfa.is/