Við vinnum fyrir þig

Translate to

Sunnlenskar konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund í Sigtúnsgarði á Selfossi, kl. 15:30

Sunnlenskar konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund í Sigtúnsgarði á Selfossi, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

 

Dagskrá:
*Lesin verður upp sameiginleg yfirlýsing Kvennafrís 2018
*Ávarp fulltrúa ungra kvenna – Sigríður Helga Steingrímsdóttir, Stallari Menntaskólans að Laugarvatni

*Fjöldasöngur „Áfram stelpur“ – baráttulag dagsins, kvennakórar sérstaklega hvattir til að taka þátt.

Staðsetning: Sigtúnsgarður, Selfoss
Tímasetning: 15.30

Til að fá nánari upplýsingar og til að aðstoða við undirbúning, hafið samband við Laufeyju Guðmundsdóttur í netfangi laufeygudm[@]gmail.com og síma 863-7218 og Ingunni Jónsdóttur í netfangi ingunn[@]hfsu.is.

Hér má sjá áhugaverða stiklu um baráttuna https://www.facebook.com/kvennafri/videos/541632852627954/