við vinnum fyrir þig
Header

Upplýsingar

Réttindi félagsmanna

Félagsmenn Bárunnar stéttarfélags geta sótt um margvíslega styrki, svo sem til náms, líkamsræktar eða vegna langvarandi veikinda ofl. Á heimasíðu félagsins getur þú nálgast upplýsingar um þá styrki sem í boði eru, t.d. úr Sjúkrasjóði eða menntasjóðum félagsins.

Félagsmenn eiga kost á ráðgjöf  við að viðhalda og efla virkni til vinnu í samstarfi við  Virk Starfsendurhæfingasjóð.

Félagsmenn hafa rétt til að sækja um orlofsvikur í orlofhúsum félagsins sem staðsett eru á Flúðum, Grýluhrauni við Kerið, Reykjavík auk íbúðar á Akureyri.

Félagsmenn eiga auk þess rétt á að njóta aðstoðar félagsins við túlkun kjarasamninga sér að kostnaðarlausu.

Í ágreinismálum á félagsmaður rétt á ókeypis lögfræðiþjónustu sem félagið veitir einu sinni í mánuði að öllu jöfnu. Tímapantanir í síma: 480-5000