við vinnum fyrir þig
Header

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn í gærkvöldi.  Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns, ársreikningar félagsins og stjórnarkjör voru þar meðal annars.  Eins og undanfarin ár er staða félagsins mjög sterk þegar kemur að rekstri félagsins og töluverður hagnaður. Samþykkt var að færa 20% af restrarhagnaði félagssjóðs í vinnudeilusjóð.

(meira…)

Föstudaginn 26. maí nk. kl. 14.00 verður opnuð ljósmyndasýning ASÍ í húsnæði stéttarfélaganna að Austurvegi 56, Selfossi. Veitingar í boði.

Á sýningunni sem kemur frá Þjóðminjasafni Íslands eru ljósmyndir sem veita innsýn í starfsemi Alþýðusambandsins sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á síðasta ári. Ljósmyndirnar segja sögu þess fólks sem myndaði hreyfinguna og vakin er athygli á kjörum þess og kjarabaráttu, aðbúnaði á vinnustöðum og vinnuumhverfi.

(meira…)

Félagsfundur Bárunnar

15. maí 2017

Við viljum minna á  félagsfund Bárunnar sem haldinn verður í kvöld að Austurvegi 56, Selfossi.

Sjá dagskrá hér

Orlofsuppbót 2017

5. maí 2017

Orlofsuppbót á að greiðast þann 1. júní ár hvert. Full uppbót árið 2017 er kr. 46.500. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí – 30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina. Rétt er að geta þess að orlofsuppbót skv. kjarasamningi SGS við Launanefnd sveitarfélaganna greiðist 1. maí ár hver.

Nánari upplýsingar má nálgast í kjarasamningum félagsins á heimasíðunni.

 

Þann 1. maí sl. tóku gildi nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir samningi SGS og SA. Gildistími þeirra er frá 1. maí 2017 til 30. apríl 2018.

Almenn hækkun er 4,5%

(meira…)

Almennur félagsfundur Bárunnar verður haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, 3. hæð þann 15. maí kl. 18.00.

 

Dagsskrá

  1. Tillögur stjórnar að breytingum á lögum félagsins.
  2. Tillögur um reglugerðarbreytingar: a) sjúkrasjóðs, b) orlofssjóðs c) Vinnudeilusjóðs.
  3. Tillögur stjórnar um nýjar starfs- og siðareglur Bárunnar, stéttarfélags.
  4. Tillögur stjórnar um nýjar reglur um ferðakostnað og risnu.
  5. Önnur mál

(meira…)

Kristín Á. Guðmundsdóttir var annar ræðumaður dagsins á baráttufundi  sem haldinn var á Hótel Selfossi fyrr í dag. Fram kom hjá henni hörð gagnrýni á einkavæðingu á heilbrigðiskerfinu.  Einkarekin  heilbrigðisþjónusta er mótuð af  einstaklingshyggju sem gengur eingöngu út á að græða veikindum fólks.

(meira…)

Þrátt fyrir rigningu og rok tóku tæplega 100 manns þátt í kröfugöngu dagsins á Selfossi en gengið var frá húsnæði stéttarfélaganna að Hótel Selfossi þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna.  

Um 300 manns mættu  á Hótel Selfossi þar sem dagsskráin fór fram.  Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag Íslands og Freydís Ösp Leifsdóttir nemi voru ræðumenn dagsins Karitas Harpa söng nokkur lög.  Leikhópur Menntaskólans á Laugarvatni sýndi  atriði úr Konungi ljónanna.

(meira…)

Þann 11. apríl sl. var undirritaður nýr samningur við Mjólkursamsöluna vegna verkafólks og bílstjóra í fjórum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins: Bárunnar stéttarfélags, Stéttarfélagi Vesturlands, AFLi starfsgreinafélagi og Einingu-Iðju. Samningurinn snertir því þá sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins og eru félagar í SGS.

(meira…)

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags fundaði sl. miðvikudag og samþykkti eftirfarandi tillögu til kjörs vegna aðalfundar félagsins 2017.  Annar varamaður Skoðunarmanna reikninga var samþykktur daginn eftir.

(meira…)