við vinnum fyrir þig
Header

Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) undirrituðu í dag samkomulag um eftirlit með launum og starfskjörum starfsmanna starfsmannaleiga, ábyrgð notendafyrirtækja og sérstaka viðurkenningu starfsmannaleiga. Jafnt starfsmannaleigur og notendafyrirtæki þurfa að vera meðvituð um skyldur sínar gagnvart starfsmönnum, þannig að tryggt sé að starfsmenn starfsmannaleiga njóti þeirra kjara og réttinda sem þeim ber.

(meira…)

Frá og með 10. apríl er opið fyrir alla félagsmenn á orlofsvef Bárunnar að sækja um þær vikur,  í júní, júlí og ágúst 2018, sem eru lausar eftir úthlutun.  Fyrstur pantar fyrstur fær.

Hér er linkur inn á orlofsvefinn en innskráning þar inn er með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

 

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum félagsins. Nefndin leggur fram tillögu að lista til stjórnar og nefnda Bárunnar. Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til kynningar hjá Bárunni, stéttarfélagi á Austurvegi 56, Selfossi og á heimasíðu félagsins frá og með þriðjudeginum 27. mars 2018.

(meira…)

Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum þann 20. mars síðastliðinn. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Lítill verðmunur er í flestum tilfellum á verði páskaeggja milli Krónunnar og Bónus, en í 25 tilfellum af 32 munaði einungis einni krónu á verð milli þessara verslana.

(meira…)

Búið er að senda tölvupóst til þeirra sem sóttu um bústaði Bárunnar vegna sumarúthlutunartímabils 2018.  Ef þið sjáið ekki póstinn í Inboxinu athugið þá ruslpóst/junkmail (ef póstforitið ykkar hefur sent það þangað).

Þeir sem fengu úthlutað ganga frá greiðslu inn á sama orlofsvefnum (sjá link í tölvupóstinum)  Greiða þarf í síðasta lagi 5. apríl n.k.

Þeir sem fengu synjun hafa tíma frá 23. mars til og með 9. apríl , ef þeir vilja velja annan kost (sjá link í tölvupóstinum) og geta gengið frá greiðslu um leið og þeir panta. (fyrstur pantar fyrstur fær)

Opnað verður fyrir aðra félagsmenn frá 10. apríl (fyrstur pantar fyrstur fær) og þeir ganga frá greiðslu um leið og þeir panta.

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins í Grýluhrauni 9, Grímsnesi, við Þverlág 2 á Flúðum, Svignaskarði (skiptibústaðir) og íbúð á Akureyri (Ásatún 12) til leigu sumarið 2018 fyrir félagsmenn. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk. og úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 26. mars nk.

(meira…)

Fundur trúnaðarráðs Bárunnar, stéttarfélags sem haldinn var í  gærkvöldi sendi frá sér eftirfarandi ályktun:

Trúnaðarráð Bárunnar, stéttarfélags harmar það siðferðisrof og þá lítilsvirðingu sem einkennir íslenskt samfélag.

Á meðan aðilar vinnumarkaðarins ræða um forsendubrest og hvað sé til ráða birtast fréttir af launum og/eða sporslum þingmanna, æðstu embættismanna ríkisins og þeirra sem raða sér í efstu lög launa með „löglegri“ sjálftöku.

(meira…)

Nýr orlofsvefur Bárunnar var tekinn í gagnið í morgun.  Hann leysir af hólmi eldra kerfi félagsins.  Orlofskerfið heitir Frímann og er notað af fjölda verkalýðsfélaga.  Til að nálgast Frímann þarf að skrá sig hér.

Gistimiðar, útlegukortið, veiðikortið og fl. verða seldir í gegnum nýja orlofsvefinn.

Leiðbeiningar

Rafræn skilríki

Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.

Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.

(meira…)