við vinnum fyrir þig
Header

Um áramót hækkaði persónuafsláttur til samræmis við hækkun á verðlagi undanfarið ár en efri tekjumörk hækkuðu til samræmis við launavísitölu, eins og lög gera ráð fyrir. Alþýðusambandið hefur ítrekað vakið athygli á þessu ósamræmi í framkvæmd skattkerfisins, sem leiðir kerfisbundið til aukins tekjuójafnaðar. Þannig nam hækkun persónuafsláttur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekjumörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekjuskattur í efra skattþrepi nú af tekjum yfir 893.713 krónur á mánuði í stað 834.707 kr. áður.

(meira…)

Samkvæmt nýbirtum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist 1,7% atvinnuleysi í nóvember mánuði eða 2,5% sé leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu. Alls voru því um 3400 virkir í atvinnuleit eða um 1200 færri en á sama tíma árið 2016.

(meira…)

Jólakveðja

22. desember 2017

 

 

 

 

 

 

 

Skrifstofa Bárunnar, stéttarfélags verður opin alla virka daga (miðvikudag til og með föstudags) milli jóla og nýárs.

Verðlagseftirlit ASÍ fór á stúfana og kannaði verð á vinsælustu bókunum í jólabókaflóðinu hjá bóksölum. Skemmst er frá því að segja að þrjár verslanir vísuðu verðtökufólki ASÍ á dyr og neitaðu því um að fá að taka niður verð á bókum í verslunum sínum. Þar á meðal eru aðilar sem segja má að séu ráðandi á íslenskum bókamarkaði en virðast ekki sjá hag sinn í því að neytendur séu upplýstir um verðlag í verslunum sínum. Þessar verslanir eru Penninn-Eymundsson, Mál og Menning Laugavegi og Bóksala stúdenta.

(meira…)

Verðkönnun ASÍ á jólamat sýnir að neytendur geta haft talsvert upp úr því að versla jólamatinn þar sem hann er ódýrastur en að meðlatali er um 40% verðmunur er á jólamatnum á milli verslana.

 

Verðsamanburður í töflu. (meira…)

Yfirlýsing frá miðstjórn ASÍ vegna #metoo byltingarinnar.

Alþýðusambandinu hefur borist áskorun frá lokuðum hópi kvenna í verkalýðshreyfingunni, sem deilt hefur sín í milli reynslu sinni af kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í vinnunni og félagsstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Þetta er í takt við þá vakningu sem orðið hefur í tengslum við  #metoo byltinguna.

(meira…)

Samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis var undirritað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá ríkinu munu hækka um að meðaltali 1,6% vegna samkomulagsins og laun félaga í BSRB sem starfa hjá ríkinu um 1,3%. Launaþróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2017.

(meira…)

27. nóvember 2017

Fræðsludagur félagsliða  

 

Starfsgreinasamband Íslands boðaði til fræðslufundar fyrir félagsliða af öllu landinu þann 22. Nóvember síðastliðinn.

Mikil ásókn var á fundinn eins og jafnan er, en þetta er í fjórða sinn sem SGS heldur slíkan

viðburð. Að þessu sinni var lögð áhersla á hópastarf, hvernig félagsliðar geti styrkt sig félagslega og faglega auk þess að styrkja stöðu stéttarinnar út á við.

Rúmlega 40 félagsliðar tóku þátt í fræðsludeginum og færri komust að en vildu. Það var ofarlega í huga félagsliða að efla samstöðuna, jafnvel með því að sameinast í eitt stéttarfélag, fá löggildingu á stéttinni líkt og aðrar heilbrigðisstéttir eru með, kynna betur hvað félagsliðar gera og auka menntun og fræðslu.

Desemberuppbót 2017

8. nóvember 2017

Nú styttist í að vinnuveitendur greiði starfsfólki desemberuppbót fyrir árið 2017. Uppbótin á að greiðast eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir sem eiga rétt á uppbótinni þurfa að hafa verið í samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember skv. kjarasamningum félagsins á almennum vinnumarkaði.

(meira…)