við vinnum fyrir þig
Header

Skrifstofa Bárunnar, stéttarfélags verður opin alla virka daga (miðvikudag til og með föstudags) milli jóla og nýárs.

Verðlagseftirlit ASÍ fór á stúfana og kannaði verð á vinsælustu bókunum í jólabókaflóðinu hjá bóksölum. Skemmst er frá því að segja að þrjár verslanir vísuðu verðtökufólki ASÍ á dyr og neitaðu því um að fá að taka niður verð á bókum í verslunum sínum. Þar á meðal eru aðilar sem segja má að séu ráðandi á íslenskum bókamarkaði en virðast ekki sjá hag sinn í því að neytendur séu upplýstir um verðlag í verslunum sínum. Þessar verslanir eru Penninn-Eymundsson, Mál og Menning Laugavegi og Bóksala stúdenta.

(meira…)

Verðkönnun ASÍ á jólamat sýnir að neytendur geta haft talsvert upp úr því að versla jólamatinn þar sem hann er ódýrastur en að meðlatali er um 40% verðmunur er á jólamatnum á milli verslana.

 

Verðsamanburður í töflu. (meira…)

Yfirlýsing frá miðstjórn ASÍ vegna #metoo byltingarinnar.

Alþýðusambandinu hefur borist áskorun frá lokuðum hópi kvenna í verkalýðshreyfingunni, sem deilt hefur sín í milli reynslu sinni af kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í vinnunni og félagsstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Þetta er í takt við þá vakningu sem orðið hefur í tengslum við  #metoo byltinguna.

(meira…)

Samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis var undirritað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá ríkinu munu hækka um að meðaltali 1,6% vegna samkomulagsins og laun félaga í BSRB sem starfa hjá ríkinu um 1,3%. Launaþróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2017.

(meira…)

27. nóvember 2017

Fræðsludagur félagsliða  

 

Starfsgreinasamband Íslands boðaði til fræðslufundar fyrir félagsliða af öllu landinu þann 22. Nóvember síðastliðinn.

Mikil ásókn var á fundinn eins og jafnan er, en þetta er í fjórða sinn sem SGS heldur slíkan

viðburð. Að þessu sinni var lögð áhersla á hópastarf, hvernig félagsliðar geti styrkt sig félagslega og faglega auk þess að styrkja stöðu stéttarinnar út á við.

Rúmlega 40 félagsliðar tóku þátt í fræðsludeginum og færri komust að en vildu. Það var ofarlega í huga félagsliða að efla samstöðuna, jafnvel með því að sameinast í eitt stéttarfélag, fá löggildingu á stéttinni líkt og aðrar heilbrigðisstéttir eru með, kynna betur hvað félagsliðar gera og auka menntun og fræðslu.

Desemberuppbót 2017

8. nóvember 2017

Nú styttist í að vinnuveitendur greiði starfsfólki desemberuppbót fyrir árið 2017. Uppbótin á að greiðast eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir sem eiga rétt á uppbótinni þurfa að hafa verið í samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember skv. kjarasamningum félagsins á almennum vinnumarkaði.

(meira…)

 

Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar

 

 

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við Stéttarfélögin á Suðurlandi leitar að ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar í framtíðarstarf með starfsstöð að Austurvegi 56 Selfossi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf frá og með 1. janúar nk. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.

(meira…)

(English and Polish version below)

Kæri viðtakandi,

 

Bjarg Íbúðafélag, stofnað af ASÍ og BSRB, er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

 

Bjarg leitar nú til félagsmanna ASÍ og BSRB í tengslum við áherslur og þarfir við hönnun nýju leiguíbúðanna. Innlegg félagsmanna er afar mikilvægt í því ferli og þátttaka þín mikils virði.

 

Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að taka þátt en það tekur um 10-20 mínútur að svara þessari könnun.

 

http://bjarg.questionpro.com

 

Lykilorðið er: bjarg

 

Þú getur vistað svör þín og komið aftur að könnuninni þegar þér hentar. Þú getur einnig hætt þátttöku á hvaða tímapunkti sem er og svör þín verða ekki persónurekjanleg.

 

Vegna samanburðar mynda sem koma fram í könnuninni er mælt með að svara könnuninni á tölvu en ekki á snjalltækjum.

 

Hafir þú frekari spurningar er velkomið að hafa samband við okkur.

 

Með fyrirfram þökk,

 

 

 

 

Selma Unnsteinsdóttir

Verkefnastjóri, Bjarg Íbúðafélag

selma@bjargibudafelag.is

www.bjargibudafelag.is

 

 

 

Sigrún Birna Sigurðardóttir

Ráðgjafi, PRS ráðgjöf

sigrun@prsradgjof.is

www.prsradgjof.is

_____________________________________________________________________________________________________________________________________

Dear recipient,

 

Bjarg Íbúðafélag, a housing trust agency founded by ASÍ and BSRB, is intended to ensure that lower income families in the labour market have access to affordable, safe and good quality housing in a long-term lease.

 

As the preparation of the first apartments is now underway, Bjarg turns to its union members to explore their views and different needs as these are of uttermost importance in the planning. Therefore, your participation is very valuable to us.

 

Click the link below to participate, but it takes about 10-20 minutes to respond to this survey.

http://bjarg.questionpro.com

 

Password is: bjarg

 

You can save your answers and return to the survey whenever you want. You can also cancel participation at any time, and your answers will not be identifiable.

 

It is recommended that participants respond to the survey on a computer instead of smartphones or tablets.

 

If you have any questions regarding this survey, please feel free to contact us.

 

Thank you in advance,

 

 

 

 

Selma Unnsteinsdóttir

Project manager, Bjarg Íbúðafélag

selma@bjargibudafelag.is

www.bjargibudafelag.is

 

 

 

Sigrún Birna Sigurðardóttir

Consultant, PRS ráðgjöf

sigrun@prsradgjof.is

www.prsradgjof.is

 

 

_____________________________________________________________________________________________________________________________________

 

Szanowny Adresacie,

 

Bjarg Íbúðafélag, jest spółdzielnią mieszkaniową założoną przez ASÍ i BSRB i ma na celu zabezpieczenie rodzinom o niskich dochodach dostępu do niedrogich, bezpiecznych i dobrze wyposażonych mieszkań na długoterminowy wynajem.

 

W związku z rozpoczynającymi się pracami nad projektowaniem nowych mieszkań, Bjarg poszukuje członków ASÍ i BSRB aby poznać ich potrzeby. Opinie członków są niezwykle ważne w procesie projektowania, dlatego Twój udział ma ogromną wartość.

Aby wziąć udział w ankiecie, kliknij poniższy link. Odpowiedzenie na niniejsze ankietę zajmuje około 10-20 minut.

 

http://bjarg.questionpro.com

 

Hasło: bjarg

 

Możesz zapisać odpowiedzi i wrócić do ankiety w dowolnym momencie. Możesz też anulować uczestnictwo w dowolnym momencie, a odpowiedzi nie będą możliwe do zidentyfikowania.

 

Ze względu na ryciny porównawcze umieszczone w badaniu do wypełnienia ankiety zaleca się używania komputera zamiast smartfonów czy tabletów.

 

Jeśli masz jakiekolwiek pytania odnośnie ankiety, proszę skontaktuj się z nami.

 

Z góry dziękujemy,

 

 

 

 

Selma Unnsteinsdóttir

Kierownik projektu, Bjarg Íbúðafélag

selma@bjargibudafelag.is

www.bjargibudafelag.is

 

 

 

Sigrún Birna Sigurðardóttir

Konsultant, PRS ráðgjöf

sigrun@prsradgjof.is

www.prsradgjof.is

 

 

 

 

Trúnaðarmenn og stjórnir verkalýðsfélaganna í Suðurkjördæmi hittust á Hótel Dyrhólaey dagana 4 .- 6. október og fóru yfir stöðu kjaramála ásamt málefnum sem brenna á launafólki í kjördæminu og byggðunum við suðurströndina.

(meira…)