Við vinnum fyrir þig

Translate to

Greitt úr félagsmannasjóði

 

Nú hefur verið greitt út úr félagsmannasjóði.

Ef þú hefur ekki fengið greiðslu úr Félagsmannasjóði og þú vannst árið 2023 hjá sveitarfélagi máttu hafa samband við Báruna með því að senda tölvupóst á baran@baran.is

Við hvetjum þig til að skrá sig inn á Mínar síður félagsins https://minarsidur.baran.is/, með rafrænum skilríkjum, þar getur þú kannað hvort við séum með réttar upplýsingar um þig og lagfært ef þörf krefur. Ef þú kemst ekki inn á síðuna eða hefur einhverjar spurningar í sambandi við félagsmannasjóðinn þá máttu endilega senda tölvupóst á baran@baran.is

 

Félagsmannasjóður

 

Félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags sem starfa hjá eða hættu störfum hjá sveitarfélögum á síðasta ári, ATHUGIÐ!

Allir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélagi eða störfuðu hjá sveitarfélagi á félagssvæði Bárunnar á tímabilinu frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 10. febrúar nk. Iðgjald í sjóðinn er 1,5% af heildarlaunum.

Forsenda þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum er að Báran, stéttarfélag hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna.

Hægt er að uppfæra umbednar upplýsingar á „mínum síðum“ Bárunnar https://minarsidur.baran.is/ eða hafa samband við Báruna, stéttarfélag sem fyrst til að veita umbeðnar upplýsingar. Sími 480-5000 eða á netfangið baran@baran.is

 

 

Fræðslusjóður Landsmennt: Breyting á reglum vegna einstaklingsstyrkja og fyrirtækjastyrkja

Hlutfall styrkja til fyrirtækja og einstaklinga hækkar úr 80% í 90% frá 1.jan. 2024 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem byrja eftir þann tíma.

Breytingar verða sem hér segir:

Fyrirtækjastyrkir:

Hlutfall styrkja hækkar úr 80% í 90%.
Þak á hámarksgreiðslur styrkja til fyrirtækja hækkar úr 3 mkr. á ári í 4 mkr.

Einstaklingsstyrkir:

Hlutfall einstaklingsstyrkja hækkar úr 80% í 90% en hámark heldur sér í kr.130.000.-.

Ný regla:

Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu tvö ár eiga rétt á styrk allt að kr. 260.000,-  eða síðustu þrjú ár eiga rétt á allt að kr. 390.000,- eins og verið hefur fyrir eitt samfellt nám eða námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Uppsafnaður réttur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir kr. 50.000,- á tíma uppsöfnunar. Sá styrkur kæmi þó til frádráttar frá hámarki.

https://landsmennt.is/landsmennt/breyting-a-reglum-vegna-einstaklingsstyrkja-og-fyrirtaekjastyrkja/

 

Tilboð til félagsfólks

NTV skólinn í samstarfi við framkvæmdastjóra fræðslusjóðanna býður einstakt tilboð fyrir félagsfólk aðildarfélaga sjóðanna (innan Starfsgreinasambands Íslands og Sjómannasambands Íslands). Sjóðirnir eru Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt.

Tilboðið hljóðar upp á verulega lægri námskeiðsgjöld á tilteknum námslínum og félagsfólk getur átt möguleika á 80% endurgreiðslu hjá sínum starfsmenntasjóði. Tilboðið gildir nú í maí og júní.

Ekki láta þetta tækifæri renna hjá án þessa að kynna þér það vel. Námið er starfsmiðað og veitir diplóma fyrir þá sem sækjast eftir slíku og standa sig vel í náminu.  Félagsfólk sem skráir sig núna hefur 6 mánuði til að klára námið eða fram í nóvember/desember.

NTV skólinn gefur sig út fyrir að vera starfsmiðaðar og hagnýtar námsleiðir og hafa skapað mörgum tækifæri til að þróa sig í starfi og skapað sér ný tækifæri.Kynntu þér málið nánar  hér

 

Úthlutun orlofshúsa Bárunnar, stéttarfélags fyrir sumarið 2023

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins í Grýluhrauni 9, við Þverlág 2 og 6 á Flúðum, Borgarbyggð 12

 í Svignaskarði (skiptibústaður) og íbúð á Akureyri (Ásatún 12) til leigu sumarið 2023 fyrir félagsmenn.

Umsóknarfrestur er frá 23. febrúar til 8. mars nk.

Sótt er um á  Orlofssíðu Bárunnar, hægt er að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800 Selfoss eða í síma 480 5000.

Allir félagsmenn geta sótt um, það er eingöngu punktastaða umsækjenda sem ræður niðurstöðu úthlutunar.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 10. mars nk.

  1. mars kl. 10:00 lýkur greiðslufresti þeirra sem hafa fengið úthlutað. 17. mars kl. 11:00 verða ógreiddar og óúthlutaðar vikur opnar á orlofsvefnum og gildir þá „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Öllum umsóknum verður svarað.

Verð á vikudvöl í bústöðunum og fyrir íbúð á Akureyri er 22.000 kr.

Vikuleigan á Flúðum, í Grýluhrauni og Svignaskarði er frá fimmtudegi til fimmtudags.

Vikuleigan á Akureyri er frá miðvikudegi til miðvikudags.

Tímabilin eru:

Þverlág 2 og 6, Grýluhrauni 9, Borgarbyggð 12 –  frá 01.06.2023 til 31.08.2023.

Akureyri, –  frá 31.05.2023 til 30.08.2023.

Íbúðinni í Sóltúni 28, Reykjavík, verður ekki úthlutað heldur verður hún í sveigjanlegri leigu eins og ávallt.