við vinnum fyrir þig
Header

Bárufélagar athugið, enn eru nokkrar lausar vikur í ágúst:

Áhugasamir hafi samband í s: 480-5000 , baran@baran.is eða fylla út umsókn á „Orlofshús“ hér á síðunni.

í síðustu viku undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina. Samningsviðræður hafa staðið yfir í dágóðan tíma og liggur mikil og góð samvinna samningsaðila að baki samningsins. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018 og tekur hann til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks. Þá tekur samningurinn mið af aðalkjarasamningi SGS við Samtök atvinnulífsins og hefur sömu samningsforsendur og hann.

(meira…)

Kynning hjá Vinnuskólanum

10. júní 2016
Snapchat-7241326326138542316

Fulltrúar frá Bárunni og FOSS stóðu fyrir kynningu á réttindum og ýmsu sem við kemur ungu fólki á vinnumarkaðnum í Félagsmiðstöðinni Zelsíus í gær.

Fundurinn var fjörlegur og fræðandi, vonandi fyrir krakkana en ekki síður fyrir okkur frá stéttarfélögunum. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að hitta starfsfólk á vinnustað þess. Andrúmsloftið verður afslappaðra og þægilegra líkt og í gær.

(meira…)

Báran logo

Á aðalfundi Bárunnar, stéttarfélags  var samþykkt tillaga um auka framlag í styrki úr sjúkrasjóði félagsins. Eftirfarandi breytingar á reglum sjúkrasjóðs voru samþykktar:

(meira…)

20160530_191320

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn í gærkvöldi.  Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns, ársreikningar félagsins og stjórnarkjör voru þar meðal annars.  Eins og undanfarin ár er staða félagsins mjög sterk þegar kemur að rekstri félagsins.

(meira…)

20160530_191253 (1)

Á aðalfundi Bárunnar, stéttarfélags sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun um boðaðan niðurskurð á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.  Vakin er athygli á þeim stóraukna fjölda sem nýtir þjónustu svæðisins og á sama tíma á að skera niður. Aðalfundurinn krefst þess að stjórnvöld standi vörð um þjónustuna. Sjá ályktunina í heild:

(meira…)

Eftirfarandi grein um ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar að segja upp kjörum í ræstingum var birt í Dagskránni í dag:

(meira…)

Orlofsuppbót 2016

9. maí 2016

Báran, stéttarfélag vill minna launafólk á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót. Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2016 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu. Þeir sem starfa eftir kjarasamningi SGS við sveitarfélög áttu að fá greidda orlofsuppbót  að upphæð þann 1. maí sl.

Orlofsuppbót 2016 er krónur 44.500 miðað við fullt starf skv. öllum kjarasamningum  nema Landsvirkjun sem er krónur 119.400.

 

 

DSC_0050

Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum var annar tveggja ræðumanna á 1. maí baráttufundinum sem haldin var á Hótel Selfossi. Fram kom hjá henni að besta leiðin til að tryggja  að réttur ungs fólks til sanngjarna launa virtur sé fræðsla.

(meira…)

Mynd 1 (003)

„Nemendur eru fengnir erlendis frá til að vinna launalausa sjalboðavinnu og ekki er hirt um að virða samninga og lögbundin réttindi. Fólk frá fjarlægjum löndum er geymt í kjallaraholum milli þess sem því er pískað út við vinnu á saumastofum. Það keppir enginn við svoleiðis rekstur ef rekstur skyldi kalla. Kannski er nær að tala um það sem plantekrur en hvað sem það heitir, þá á það ekki heima í okkar samfélagi eða atvinnulífi, hvorki hér á Suðurlandi né í öðrum landshlutum“, sagði Hilmar Harðarson, formaður FIT, stéttar og fagfélags í hátíðarræðu sinni á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi í dag.

(meira…)