við vinnum fyrir þig
Header

Enn eru lausar vikur í Svignaskarði Borgarfirði frá 11. ágúst .  Áhugasamir hafi samband við skrifstofuna, s: 480-5000 (Ekki hægt að panta Svignaskarð á netsíðunni)  Vikan kostar kr. 18.000,-   ath. aðeins er um viku að ræða, föstudag til föstudags ! 

 

Hér má sjá launataxta ungmenna í Vinnuskólanum frá 30 Vinnuskólum / Sveitarfélögum !

Það er ýmislegt sem vekur athygli í þessari samantekt og þá einna helst munurinn á milli lægsta og hæsta taxta í hverjum árgangi fyrir sig. Hjá 13 ára ungmennum er hann 132.3%, hjá 14 ára 83.48%, hjá 15 ára 78.95%, hjá 16 ára er hann 99.8% og hjá 17 ára ungmennum er munurinn á milli lægsta og hæsta taxta 12.75%.

Minnum á að Útilegukortið, Veiðikortið og miða í Hvalfjarðagöngin er hægt að versla hjá okkur á skrifstofu stéttarfélaganna að Austurvegi 56.

Fyrir meðlimi Bárunnar er verðið :

Útilegukortið kostar 8.000 kr. Fullt verð á síðu Útilegukortsins er 18.900.
Stakur miði í Hvalfjarðargöngin er á 635 kr, fullt verð á þeim er 1.000 kr stk, í miðasölu þeirra.
Veiðikortið er á 5.500 en fullt verið á því er 6.900.

Njótum sumarsins !! 🙂

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn í gærkvöldi.  Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns, ársreikningar félagsins og stjórnarkjör voru þar meðal annars.  Eins og undanfarin ár er staða félagsins mjög sterk þegar kemur að rekstri félagsins og töluverður hagnaður. Samþykkt var að færa 20% af restrarhagnaði félagssjóðs í vinnudeilusjóð.

(meira…)

Föstudaginn 26. maí nk. kl. 14.00 verður opnuð ljósmyndasýning ASÍ í húsnæði stéttarfélaganna að Austurvegi 56, Selfossi. Veitingar í boði.

Á sýningunni sem kemur frá Þjóðminjasafni Íslands eru ljósmyndir sem veita innsýn í starfsemi Alþýðusambandsins sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á síðasta ári. Ljósmyndirnar segja sögu þess fólks sem myndaði hreyfinguna og vakin er athygli á kjörum þess og kjarabaráttu, aðbúnaði á vinnustöðum og vinnuumhverfi.

(meira…)

Félagsfundur Bárunnar

15. maí 2017

Við viljum minna á  félagsfund Bárunnar sem haldinn verður í kvöld að Austurvegi 56, Selfossi.

Sjá dagskrá hér

Orlofsuppbót 2017

5. maí 2017

Orlofsuppbót á að greiðast þann 1. júní ár hvert. Full uppbót árið 2017 er kr. 46.500. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí – 30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina. Rétt er að geta þess að orlofsuppbót skv. kjarasamningi SGS við Launanefnd sveitarfélaganna greiðist 1. maí ár hver.

Nánari upplýsingar má nálgast í kjarasamningum félagsins á heimasíðunni.

 

Þann 1. maí sl. tóku gildi nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir samningi SGS og SA. Gildistími þeirra er frá 1. maí 2017 til 30. apríl 2018.

Almenn hækkun er 4,5%

(meira…)

Almennur félagsfundur Bárunnar verður haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, 3. hæð þann 15. maí kl. 18.00.

 

Dagsskrá

  1. Tillögur stjórnar að breytingum á lögum félagsins.
  2. Tillögur um reglugerðarbreytingar: a) sjúkrasjóðs, b) orlofssjóðs c) Vinnudeilusjóðs.
  3. Tillögur stjórnar um nýjar starfs- og siðareglur Bárunnar, stéttarfélags.
  4. Tillögur stjórnar um nýjar reglur um ferðakostnað og risnu.
  5. Önnur mál

(meira…)