við vinnum fyrir þig
Header

Enn eru lausar vikur í júní og ágúst, áhugasamir hafi samband við skrifstofuna, s: 480-5000

Í ákvæðum kjarasamninga á almenna markaðnum eru ákvæði sem heimila uppsögn kjarasamninga í febrúar ef forsendur þeirra hafa ekki staðist.

(meira…)

Sjómenn samþykktu kjarasamninginn við SFS, sem undirritaður var aðfaranótt laugardagsins, en talningu lauk um klukkan 21 í kvöld. Atkvæði skiptust þannig að 52,4% samþykktu samninginn en 46,9% höfnuðu honum. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru átta.
Á kjörskrá voru 2214 og greiddu 1189 atkvæði sem er kjörsókn upp á 53,7%. Já sögðu 623 en nei sögðu 558.

(meira…)

Sjómenn athugið. Fundur vegna nýgerðs kjarasamnings Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjárvarútvegi verður á morgun sunnudag, þann 19.febrúar kl. 14:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Austurvegi 56 3.hæð. Atkvæðagreiðsla um samninginn verður í lok fundar.

Það er afar mikilvægt að sem flestir sjómenn sjái sér fært að mæta á kynningarfundinn!

(meira…)

Kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var undirritaður rétt eftir miðnætti. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarfélaga SSÍ. Atkvæði um samninginn verða talin sunnudaginn 19. febrúar kl. 20:00 á skrifstofu ríkissáttasemjara.
Samningurinn og kynningarefni um samninginn verður sett á síðuna um leið og það verður tilbúið

Þann 13. febrúar  sl. eru 80 ár síðan Verkalýðsfélaga Grindavíkur var stofnað. Haldið var uppá afmælið með viðeigandi síðustu helgi  og Báran stéttarfélag óskar Grindvíkingum til hamingju með daginn. Í tilefni tímamótanna gaf félagið út veglegt afmælisrit og fylgir hér afmælisgrein sem Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins skrifaði í ritið: (meira…)

Báðir varaforsetar ASÍ hafa ýjað að því í viðtölum síðustu daga að kjarasamningum kunni að vera sagt upp í lok mánaðarins. Forsendunefnd þarf að skila sinni niðurstöðu í síðasta lagi 28. febrúar. Að því gefnu að forsendur kjarasamninga á almenna markaðnum haldi þá gilda samningarnir til loka árs 2018.

(meira…)

Ályktun vegna dvalar og hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs Stokkseyri. 50 stöðugildi burt úr Sveitarfélaginu Árborg og fólk er flutt hreppaflutningum. 

Stjórn Bárunnar harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi hjúkrunarheimilið á Kumbaravogi. Virðingarleysið við heimilisfólkið er takmarkalaust og er það flutt án nokkurs fyrirvara til dvalar á öðrum stöðum. Í ljósi stöðunnar hlýtur að vera forgangsverkefni að flýta nýrri byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg og skorar stjórn félagsins á stjórnvöld að öryggi þeirra  sem þurfa á þessari þjónustu að halda verði tryggt svo sómi verði að.

(meira…)

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum, Grýluhrauni og á Akureyri laus til umsókna fyrir páskavikuna 12. . 19. apríl 2017. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk. Hægt er að sækja um í tölvupósti baran@baran.is eða í síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 6. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar í auglýsingu um páskaúthlutun á þessari síðu.

Þær vinnudeilur sem sjómenn og útgerðarmenn standa nú í hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir landverkafólk. Fiskvinnslufyrirtæki hafa nýtt sér ákvæði í landslögum sem gerir þeim kleift að senda fiskvinnslufólk á atvinnuleysisbætur vegna „ófyrirséðra áfalla“ í stað þess að njóta kauptryggingar vegna hráefnisskorts eins og hingað til hefur tíðkast.

(meira…)