við vinnum fyrir þig
Header

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á matvöru og öðrum nauðsynjavörum en könnunin sýnir að gríðarlegur verðmunur er á hreinlætisvörum á milli verslana eða frá 69% upp í 132%. Mestur er verðmunurinn á dömubindum eða 132% og eins er mikill verðmunur á uppþvottavélatöflum eða 131%. Iceland var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í 35 af 82 tilvikum (43% tilfella) á meðan Bónus var oftast með það lægsta eða í 41 af 82 tilvikum (50% tilfella). Könnunin var framkvæmd í 9 stærstu og dreifðustu verslunum og verslunarkeðjum landsins þann 7. febrúar. Meðalverðmunurinn á öllum vörunum í könnuninni var 52% en mikill verðmunur var á vinsælum vörum eins og ferskum kjúklingi, fiski, Smjörva, Cheeriosi, skyri, hveiti og allskonar grænmeti og ávöxtum.

(meira…)

Undanfarið hefur verið mikil umræða um verkalýðshreyfinguna. Sitt sýnist hverjum, ýmis sjónarmið hafa komið fram og hafa flestir skoðanir á verkalýðshreyfingunni sem kemur ekki á óvart og er reyndar mjög gott. Umræða um málefni hreyfingarinnar einkennist hins vegar of oft af hrópum og köllum milli einstakra aðila og verður oft til þess fallin að ákveðnir aðilar taka sviðið og einangra málefnin. Það sem vel er gert kemst yfirleitt ekki á samfélagsmiðlana og nýtur ekki vinsælda í umræðunni.

(meira…)

ORLOFSHÚS FÉLAGSINS LAUS TIL UMSÓKNA FYRIR PÁSKAVIKUNA 28. MARS – 4. APRÍL 2018

 

 

Umsóknafrestur er til 1. mars nk.
Úthlutun mun liggja fyrir 5. mars nk.

Auglýsingu / Umsóknarblað má finna í Dagskránni nk. fimmtudag.

Hana má klippa út, fylla út og koma með á skrifstofu Bárunnar að Austurvegi 56.

Einnig er hægt að prenta út auglýsinguna/ umsókn  sem í linkunum hér fyrir neðan.

⇒Auglýsing Báran páskar

 

 

Að auki er hægt að sækja um með því að senda tölvupóst á baran@baran.is eða hringja í síma Þjónustuskrifstofunnar 480-5000

Öllum umsóknum verður svarað.

(meira…)

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám frá árinu 2017 – 2018 fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat í skólunum. Mikill munur er á kostnaði við skóladagvistun og skólamáltíðir hjá sveitarfélögunum en hæst eru gjöldin fyrir skóladagvistun ásamt hádegismat og hressingu hjá Garðabæ eða 37.114 kr. en lægst hjá Vestmanneyjum eða 24.360 kr. Munurinn nemur 12.754 kr. á mánuði sem gera 127.540 kr. á ári miðað við 10 mánaða vistun og er þetta 52% verðmunur.

Verðhækkanir sveitarfélaganna á kostnaði fyrir 1 barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat þetta árið eru á bilnu 1-4,6%. Mesta hækkunin á heildarkostnaði er í Kópavogi en þar er nemur hækkunin 4,6% en Reykjavík kemur í humátt á eftir með 4,5% hækkun og Akraneskaupsstaður með 4,3% hækkun. Gjöldin hækka ekkert milli ára í Hafnafirði, Reykjanesbæ og Vestmanneyjum.

(meira…)

Bóndadagur

19. janúar 2018

Í dag er Bóndadagur og við stelpurnar hér á skrifstofunni komum strákunum á óvart og gáfum þeim gjafakörfu með Þorramat ofl í tilefni dagsins 
Eins og sjá má þá eru þeir alsælir með að vera trítaðir í tilefni dagsins 

 

Til hamingju með daginn BÓNDAR 🙂

Um áramót hækkaði persónuafsláttur til samræmis við hækkun á verðlagi undanfarið ár en efri tekjumörk hækkuðu til samræmis við launavísitölu, eins og lög gera ráð fyrir. Alþýðusambandið hefur ítrekað vakið athygli á þessu ósamræmi í framkvæmd skattkerfisins, sem leiðir kerfisbundið til aukins tekjuójafnaðar. Þannig nam hækkun persónuafsláttur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekjumörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekjuskattur í efra skattþrepi nú af tekjum yfir 893.713 krónur á mánuði í stað 834.707 kr. áður.

(meira…)

Samkvæmt nýbirtum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist 1,7% atvinnuleysi í nóvember mánuði eða 2,5% sé leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu. Alls voru því um 3400 virkir í atvinnuleit eða um 1200 færri en á sama tíma árið 2016.

(meira…)

Jólakveðja

22. desember 2017

 

 

 

 

 

 

 

Skrifstofa Bárunnar, stéttarfélags verður opin alla virka daga (miðvikudag til og með föstudags) milli jóla og nýárs.

Verðlagseftirlit ASÍ fór á stúfana og kannaði verð á vinsælustu bókunum í jólabókaflóðinu hjá bóksölum. Skemmst er frá því að segja að þrjár verslanir vísuðu verðtökufólki ASÍ á dyr og neitaðu því um að fá að taka niður verð á bókum í verslunum sínum. Þar á meðal eru aðilar sem segja má að séu ráðandi á íslenskum bókamarkaði en virðast ekki sjá hag sinn í því að neytendur séu upplýstir um verðlag í verslunum sínum. Þessar verslanir eru Penninn-Eymundsson, Mál og Menning Laugavegi og Bóksala stúdenta.

(meira…)