við vinnum fyrir þig
Header
gongum-ut

 

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

(meira…)

Kosningu um ótímabundið verkfall hjá sjómönnum sem starfa á kjarasamningi milli SSÍ og SFS lauk kl. 12:00 á hádegi þann 17. október. 17 af 18 aðildarfélögum  SSÍ samþykktu að hefja verkfall á fiskiskipaflotanum kl. 23:00 þann 10. nóvember næstkomandi hafi samningar milli SSÍ og SFS ekki náðst fyrir þann tíma.

(meira…)

img_3889

Fræðsludagar stéttarfélaganna við suðurströndina voru haldnir 4. til 6. október á Hótel Örk í Hveragerði.  Þar voru samankomnir trúnaðarmenn og stjórnir Bárunnar stéttarfélags, Drífanda, stéttarfélags, Verkalýðsfélags Suðurlands, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis.

(meira…)

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði í sjö verslunum frá því í júní 2016 þar til nú í september, mesta hækkunin 2%, er hjá Iceland. En í fjórum verslunum hefur vörukarfan lækkað í verði.

(meira…)

Fundur með forseta ASÍ

27. september 2016
img_3882

Stjórnir Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands funduðu með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ í sal stéttarfélaganna á Selfossi í gærkveldi. Gylfi fór vítt og breytt yfir stöðuna og hvernig landið lægi að hans mati. Hann kynnti Salek sem er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. (meira…)

Almennur félagsfundur, Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn að Austurvegi 56 Selfossi, 3. hæð mánudaginn 3. október nk. Fundurinn byrjar með kjötsúpu kl. 19:00 í boði Bárunnar, stéttarfélags.

(meira…)

Samanburður verðkannana sem verðlagseftirlitið framkvæmdi 13. júní og nú 5. september má sjá að mjólkurvörur hafa hækkað sl. 3 mánuði um 3%. Litlar verðbreytingar eru á öðrum vörum á tímabilinu, nema þá á ávöxtum og grænmeti sem breytast mikið í verði eins og svo oft áður.

(meira…)

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á nýjum skólabókum á höfuðborgarsvæðinu þann 16. ágúst sl. Verð bókanna hækkaði mest hjá Forlaginu og í Bókabúðinni IÐNÚ milli ára en lækkaði á sama tíma hjá Pennanum-Eymundsson og A4. Taka skal fram að þennan dag var 25% afsláttur á nýjum skólabókum hjá Pennanum-Eymundsson og A4.

(meira…)

ASI-Logo-v1-CMYK

Alþýðusamband Íslands fagnar 100 ára afmæli í ár og einn liður í að minnast þeirra tímamóta er afmælisboð ASÍ í Árbæjarsafni í Reykjavík þann 28. ágúst nk. Alþýðusambandið býður upp á fjölbreytta dagskrá í safninu sem bregður birtu á aðstæður og aðbúnað íslensks verkafólks á síðustu öld. Boðið verður upp á leiðsagnir, ratleik, þvottaburð, kassabílaakstur auk þess sem börnin fá stutta ferð á hestbaki. Leikhópurinn Lotta mætir með söngvasyrpu, þorskur verður þurrkaður á túni, Lummur bakaðar í Hábæ, prentari, skósmiður og gullsmiður taka á móti gestum á verkstæðum sínum og Lúðrasveit verkalýðsins gleður gesti með spilamennsku sinni.

(meira…)

Mótframlag hækkar í 8,5%

26. júlí 2016

Í kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ o.fl. og SA frá 21. janúar 2016 var kveðið á um hækkað mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði, f.o.m. 1. júlí 2016. Í kjarasamningnum var kveðið á um þrepaskipta hækkun mótframlags launagreiðenda í lífeyrissjóð og tekur fyrsta breytingin gildi 1. júlí nk.

(meira…)