við vinnum fyrir þig
Header

Þverlág 4 og 6

12. janúar 2017

Bústaðir Bárunnar Þverlág 4 og 6 eru lausir v/forfalla núna um helgina 13.jan. – 16.jan. Hægt að panta á netsíðunni baran.is

Þær vinnudeilur sem sjómenn og útgerðarmenn standa nú í hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir landverkafólk. Fiskvinnslufyrirtæki hafa nýtt sér ákvæði í landslögum sem gerir þeim kleift að senda fiskvinnslufólk á atvinnuleysisbætur vegna „ófyrirséðra áfalla“ í stað þess að njóta kauptryggingar vegna hráefnisskorts eins og hingað til hefur tíðkast.

(meira…)

Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% frá 1. janúar 2017. Grunnatvinnuleysisbætur eru því 217.208 krónur á mánuði en voru 202.054 krónur. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 342.422 kr. á mánuði eftir hækkun en voru 318.532 krónur fyrir hækkun. Þessi hækkun kemur í kjölfar gagnrýni á að bætur hafi ekki hækkað hlutfallslega jafn mikið og lágmarkslaun, en grunnatvinnuleysisbætur eru nú 83,5% af lágmarkslaunum.

(meira…)

Þriðja í jólum, þriðjudaginn 27. desember er lokað. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 28. desember á hefðbundnum opnunartíma.

Sjúkradagpeningar vegna desember verða greiddir út þann 22. desember. Öll gögn þurfa að hafa borist skrifstofunni í síðasta lagi þann 19. desember nk. Nánari upplýsingar í síma 480-5000.

 

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lauk kl. 12:00 á hádegi í dag. Aðild að samningnum eiga öll aðildarfélög Sjómannasambands Íslands að Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga undanskildum.

(meira…)

Þann 14. nóvember var undirritaður kjarasamningur milli SFS og aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands að Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur undanskildu. Auk þess fór Sjómannasamband Íslands ekki með samningsumboð fyrir Verkalýðsfélag Vestfirðinga.

(meira…)

Fyrr í þessum mánuði komu í heimsókn til okkar á Þjónustuskrifstofuna, nemendur úr 10. bekk frá Sunnulækjarskóla Selfossi. Þau kynntu sér þjónustu stéttarfélaganna og fengu gagnlegar upplýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

(meira…)

Þann 14. nóvember var undirritaður kjarasamningur milli SFS og aðildarfélaga Sjómannasambands Íslanda að Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur undanskildu. Auk þess fór Sjómannasamband Íslands ekki með samningsumboð fyrir Verkalýðsfélag Vestfirðinga.

(meira…)

Desemberuppbót 2016

15. nóvember 2016

Nú styttist í að vinnuveitendur greiði starfsfólki desemberuppbót fyrir árið 2016. Uppbótin á að greiðast eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma.

(meira…)