við vinnum fyrir þig
Header

Ný verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sýnir að gríðarlegur verðmunur er á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Í 52 tilvikum af 100 var yfir 40% munur á hæsta og lægsta verði og í 24 tilvikum var verðmunurinn yfir 70%. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100, en Bónus var oftast með lægsta verðið, eða í 63 tilvikum af 100. Hagkaup var sú verslun sem var næstoftast með hæsta verðið, eða í 21 tilviki af 100. Verðkönnunin var framkvæmd í 8 stærstu verslunum landsins.

(meira…)

Lausar vikur í orlofshús Bárunnar í júni:

Svignaskarð 13  frá 15.06.2018 til 22.06.2018

Svignaskarð 12  frá 22.06.2018 til 29.06.2018

Félagsmenn geta skoða lausar vikur og pantað á orlofsvef hér á síðunni. Innskráning þar inn er með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

 

Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra, afhenti Guy Rider, framkvæmdastjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) formlega fullgildingu Íslands á samþykkt stofnunarinnar nr. 187, rammasamþykkt um eflingu öryggis og heilbrigðis við vinnu, frá árinu 2006. Í samþykktinni og innleiðingu hennar felast mikilvægar réttarbætur hvað varðar vinnueftirlit, í lögum um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og afleiddum reglum og reglugerðum.

(meira…)

Laus vika í Svignaskarði 12 frá 01.06.2018 til 08.06.2018.

Félagsmenn geta skoða lausar vikur og pantað á orlofsvef hér á síðunni.

 

 

Þann 16. maí var haldinn samráðsfundur félagsliða til að ræða sérstaklega ósk um löggildingu. Niðurstaða þeirra yfirferðar er svo: Fagfélagið, þ.e. Félags íslenskra félagsliða þarf að sækja um löggildingu skv. lögum 34/2012 um heilbrigðismenn.

Stjórnafundur í félaginu verður haldinn mánudaginn 28.maí. Taka þarf þá ákvörðum um að óska eftir löggildingu og er Starfsgreinasambandið reiðubúið að aðstoða eftir megni við gerð umsóknar og greinagerðar.

 

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn miðvikudagskvöldið 23. maí nk. í húsakynnum félagsins að Austurvegi 56, 3. hæð, Sefossi. Fundurinn hefst kl. 19:00.

(meira…)

Orlofsuppbót 2018

7. maí 2018

Báran, stéttarfélag  vill minna félagsmenn á  orlofsuppbótina 2018. Full orlofsuppbót árið 2018 er  kr. 48.000. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2017 – 30. apríl 2018 eiga rétt á fullri uppbót, en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og reiknast orlof ekki ofan á orlofsuppbótina.

(meira…)

Þann 1. maí sl.  hækkuðu laun almennt um 3% samkvæmt kjarasamningi SGS og SA. Lágmarkslaun hækkuðu enn meira eða sem nemur 7% og er lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf því orðin 300 þúsund krónur. Um er að ræða mikilvægan og langþráðan áfanga en eins og svo margir muna þá fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu í kjarasamningaviðræðunum 2015 að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Sú krafa er því orðin að veruleika í dag, þökk sé órofa samstöðu og krafti félagsmanna.

(meira…)

Mjög mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði fyrir bílatryggingar í nýjustu könnun Verðlagseftirlits ASÍ. Í könnuninni kemur fram að 107% munur er á milli hæsta og lægsta tilboðsins í ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu. Lægsta verðið var hjá VÍS, 129.559 kr. fyrir ábyrgðartryggingu og 43.631 kr. fyrir kaskótryggingu, samtals 170.190 krónur. TM var með hæsta tilboðið, 261.061 kr. fyrir ábyrgðartryggingu og 90.800 fyrir kaskótryggingu, samtals 351.861 krónur. Könnunin var gerð í samstarfi við bifreiðaeigenda sem fékk tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar ásamt bílrúðutryggingu og kaskótryggingu fyrir árgerð 2009 af VW Polo.

(meira…)

Aðalræðumaður dagsins á Selfossi var Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar sem gerði meðal annars umtalsefni þá ólgu sem verið hefur í verkalýðshreyfingunni og ekki síst fjölmiðlaumræðu. Fram kom í máli formanns sér virtist að fjölmiðlar sýndu minni athygli allri þeirri vinnu unnin er daglega á skrifstofum stéttarfélaganna.

(meira…)